Musqat Óman,
Flag of Oman

    Mynd af vef Hugarflugs.

MUSQAT
ÓMAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Masqat eða Muscat við Ómanflóa er höfuðborg Óman.  Nútímavegakerfi, sem var byggt eftir 1970, tengir borgina við aðrar borgir í landinu og nágrannaríkið, Sameinuðu arabísku furstadæmin.  Höll soldánsins í Óman, sem var líka byggð eftir 1970, gnæfir yfir ströndinni.  Masqat var aðalhafnarborg landsins til 1974, þegar höfnin í Mina Qaboos tók við.  Mina’ al-Faal er mikilvæg höfn fyrir risaolíuskip og Riyam, sem tekur við hreinsaðri olíu eru líka í grenndinni auk millilandaflugvallar.

Masqat á sér sögu frá 6. öld f.Kr., þegar Persar réðu höfninni.  Portúgalar réðu henni frá 1508-1650 og Íranar eftir það.  Masqat varð höfuðborg hins sjálfstæða ríkis Masqat og Óman árið 1741.  Árið 1970 var nafni landsins breytt í Óman.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var rúmlega 620 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM