Paragvæ íbúarnir,
Flag of Paraguay


PARAGVÆ
 ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Paragvæ er meðal strjálbýlustu landa heims.  Innan við 5% íbúanna búa í Chaco, vestan Paragvæárinnar.  Helztu þéttbýliskjarnarnir eru í austurhlutanum.  Fjöldi Paragvæja og Brasilíumanna hefur setzt það að, einkum í héruðunum Alto Paraná og Canindevú.  Í landinu eru einnig allmargar byggðir þýzkumælandi mennoníta, u.þ.b. helmingurinn í Chaco.  Hinar fyrstu voru stofnaðar 200 km vestan Puerto La Victoria (Puerto Casado) á þriðja og fjórða áratugi 20. aldar.  Japanskir innflytjendur stofnuðu hagsæl landbúnaðarsamfélög suðaustan Asunción og í grennd við Encarnación (aðallega á fjórða áratugnum).  Á níunda áratugnum var fjöldi þeirra orðinn í kringum 8000.

Stærst borga er höfuðborgin Asunción.  Stór-Asunción nær yfir borgirnar San Lorenzo og Fernando de la Mora.  Ciudad del Este (fyrrum Puerto Presidente Stroessner) og Hernandarias, báðar í austurhlutanum, stækkuðu hratt á áttunda áratugnum.  Aðrar meginborgir landsins eru Concepción, Encamación, Pedro Juan Caballero, Coronel Oviedo og Villarrica.

Paragvæska þjóðin er mest samkynja í Suður-Ameríku.  Flestir íbúanna eru innfæddir Paragvæjar, langflestir mestizo.  Þeir eru stoltir af guaraní-uppruna sínum, þótt evrópska blandan leyni sér ekki.  Snemma á áttunda áratugnum fluttust u.þ.b. 300.000 brasilískíumenn til landsins vegna þess, að land var ódýrara þar og gerðust langflestir smábændur.  Innflytjendur hafa komið frá Vestur-Efrópu, aðallega Þýzkalandi, Ítalíu og Spáni og frá Japan, Kóreu, Kína (Hongkong) og Taíwan.


Áætlaður fjöldi indíána í landinu er á bilinu 40.000-70.000.  Þeir skiptast í sex tungumálahópa.  Fimm þeirra búa í Chaco og einn í austurhlutanum.  Alls eru ættbálkar indíánanna 17 (Pai-Tavvterá, Mbya, Aché, Chiripá í ausurhlutanum og Toba, Mascoy, Lengua, Chulupi, Taieté, Avoreo og Chamacoco í Chaco).  Sumir þessara ættbálka eru í útrýmingarhættu vegna þvingaðrar aðlögunar að nýjum siðum og ágangi á búsetusvæði þeirra.  Velferð indíánanna er á ábyrgð ríkisstofnunar.  Margir hópar indíána njóta stuðnings trúboðsstöðva.

Tungumál.  Spænska var opinber tunga landsins til 1992, þótt 90% landsmanna töluðu guaraní sín á milli.  Stjórnarskráin frá 1992 viðurkennir bæði tungumálin sem opinberar tungur landsins.  Spænska er aðallega notuð í stjórnsýslu og viðskiptum.  Bæði málin eru kennd í skólum og u.þ.b. helmingur þjóðarinnar er tvítyngdur.  Stjórnarskráin viðurkennir indíánatungurnar sem hluta af menningararfi þjóðarinnar.

Trúarbrögð.  Rúmlega 95% þjóðarinnar eru rómversk-katólskir og mótmælendur eru allfjölmennir.  Engin trúarbrögð eru opinber í landinu og lögð er áherzla á aðskilnað ríkis og katólsku kirkjunnar.

Á árunum milli 1970 og 1990 fjölgaði íbúunum úr 2,4 miljónum í 4,3 miljónir.  Þótt margir flytjist úr dreifbýlinu til þéttbýlisins, býr rúmlega helmingur þjóðarinnar í dreifbýlinu.  Fjöldi fólks hefur flutzt úr landi frá miðri 20. öld.  Þar er einkum um að ræða fólk í atvinnuleit í nágrannalöndunum og u.þ.b. 25% landsmanna býr erlendis.


Lífslíkur frá fæðingu eru í kringum 65 ár fyrir karla og 70 ár fyrir konur.  Samfélagið er ungt, því að einungis þriðjungur þess er eldri en 30 ára.  Barnadauði hefur minnkað mikið síðan 1960 en er samt mjög hár.  Dreifing íbúanna er ójöfn um landið og mesta þéttbýlið er í Asunción og umhverfis borgina.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM