Perú sagan II,
Flag of Peru


PERÚ
 
SAGAN II
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ađdragandi sjálfstćđis.  Innrás Napóleons í Spán 1809 kveikti frelsisbál međal kynblendinga í öđrum spćnskum nýlendum, sem leiddi til baráttu á árabilinu 1810-21.  Perú var konungshollt vegna íhaldssamrar stefnu ađalsins, fjölda Spánverja í landinu, hernađarmćtti ţeirra í Lima og árangursríkrar baráttu gegn uppreisnargjörnum indíánum.  Sjálfstćđi landsins verđur ţví ađ meistu leyti rakiđ til ţróunar sjálfstćđisbaráttu í öđrum löndum Rómönsku-Ameríku.

Í Argentínu stefndi José de San Martín hershöfđingi ađ yfirráđum í Efra-Perú og ná silfurnámunum úr höndum spćnska hersins og tryggja sjálfstćđi Argentínu međ ţví ađ grafa undan veldi Spánverja annars stađar í Suđur-Ameríku.  Argentínumenn höfđu goldiđ afhrođ í beinum átökum viđ Spánverja í Efra-Perú og lögđu ţví Síle undir sig til ađ komast ađ Spánverjum í Perú frá sjó.  Ţeir náđu Síle 1818 og gerđu flotann klárann.  San Martín náđi hafnarborginni Pisco í Perú í september 1820.  Ţegar varakonungurinn lét hersveitir sínar hörfa inn í land, náđi San Martín Lima og lýst var yfir sjálfstćđi landsins 28. júlí 1821.

Hann hafđi ekki bolmagn til ađ ráđast á spćnska herinn og leitađi ađstođar Simón Bolivar, sem hafđi frelsađ norđurhluta Suđur-Ameríku.  Hann vildi ekki deila völdum međ San Martín og neitađi.  San Martín fór frá Perú međ her sinn og Bolívar tók völdin.  Honum tókst ađ brjóta Spánverja á bak aftur í orrustunum viđ Junín (6. ágúst 1824) og Avacucho (9. desember 1824) og tryggđi ţar međ frelsi Perúmanna.

1824-1884.  Endalok yfirráđa Spánverja leystu ekki úr pólitískum-, félaglagslegum og efnahagslegum vandamálum og skrefin frá nýlendu til nútímaríkis voru erfiđ.

Valdabarátta.  Í upphafi sjálfstćđisskeiđsins bitust herforingjar frelsissveitanna (caudillos) um völdin.  Brottför Simón Bolívar 1826 stuđlađi ađ stjórnmálalegu ójafnvćgi.  Ţjóđin var óvön ţví ađ stjórna sér sjálf, lénskipulagiđ var enn ţá viđ lýđi og borgararnir voru tregir til ađ axla pólitíska ábyrgđ, ţannig ađ herforingjarnir sáu sér leik á borđi.  Ţeim tókst ţó ekki ađ koma í veg fyrir ađ lýđrćđisleg stjórnarskrá var samţykkt 1828 en hún hindrađi Agustín Gamarra, hershöfđingja, frá ţví ađ sölsa undir sig völdin á ólöglegan hátt.  Eftirmađur hans, Felipe Salaverry, hershöfđingi, var á sömu buxunum.  Andrés de Santa Cruz frá La Paz, liđsforingi og kynblendingur, ónýtti fyrirćtlanir Gamarra og Salaverry međ ţví ađ stinga upp á sameiningu Perú og Bólivíu međ stuđningi áhrifamanna í Perú.  Vonir hans urđu ađ engu í orrustunni viđ Yungay 1839 viđ sameinađan her ţjóđernissinnađra Perúmanna og Sílebúa, sem óttuđust valdaójafnvćgi í álfunni.

Reglu komiđ á.   Á sokkabandárum sjálfstćđisins litu frjálslyndir og íhaldssamir flokkar međ illa skilgreinda stefnu dagsins ljós.  Barátta ţeirra jók á óstöđugleikann í landinu.  Áriđ 1845 tók Ramón Castilla, hershöfđingi viđ forsetaembćttinu.  Hann hafđi tögl og hagldir á stjórnmálasviđinu nćstu sex árin og á tímabilinu 1855-62, ţrátt fyrir ađ hann var kynblendingur međ indíánablóđ í ćđum.  Mesta afrek hans í efnahagslífinu var nýting gúanoós á eyjunum međ ströndum fram.  Ţetta verkefni var í höndum erlendra fyrirtćkja og skattarnir, sem ţau greiddu stóđu undir fjárlögum ríkisins í nokkra áratugi.  Castilla leitađi stuđnings frjálslyndra međ ţví ađ afnema skatta á indíána og losa negra úr viđjum ţrćlahalds.  Landeigendur í strandhéruđunum fengu í stađinn leyfi til ađ flytja inn kínverskt vinnuafl.  Hluti af ţessum ađgerđum var stofnun barna- og gagnfrćđaskóla.  Hann lét endurskođa stjórnarskrána, sem var samţykkt og entist fram á 19. öld.

Síđari hluta 19. aldar einkenndist saga landsins af fjölda áfalla.  Áriđ 1864 sendu Spánverja mikinn her inn á Kyrrahafssvćđiđ undir ţví yfirskyni, ađ ţeir ćtluđu ađ gćta hagsmuna baskneskra innflytjenda, en ađalmarkmiđiđ var ađ ná aftur yfirráđum í nýlendunum.  Áriđ 1869 drógu Spánverjar sig í hlé eftir ađ hafa mćtt órofa andspyrnu Perú- og Sílemanna.  Spánverjar viđurkenndu síđan sjálfstćđi Perú en átökin voru mikiđ áfall fyrir efnahag landsins.

Áriđ var óánćgjan međ herstjórnina orđin slík, ađ landeigendur og kaupmenn stofnuđu Borgaraflokkinn međ Manuel Pardo í fararbroddi (forseti 1872-76).  Stjórn borgaraflokksins samţykkti dýrar ađgerđir innanlands, s.s. lagningu járnbrautar yfir Andesfjöllin.  Spilling međal embćttismanna og verktaka einkenndi ţetta verk, sem dró verulega úr einangrun innhérađanna en jók erlendar skuldir landsins gífurlega.

Kyrrahafsstríđiđ 1879-83.  Ţetta stríđ, sem stóđ á milli Síle og Perú vegna nítratbirgđa í Atacama-eyđimörkinni (ţá í Perú en nú í Síle), var enn eitt áfalliđ.  Hernađarlegir yfirburđir Síle leiddu til ósigurs Perú og Bólivíu, sem studdi ţá.  Í sjóorrustunni viđ Iquique (ţá í Perú en nú í Síle) 21. maí 1879 missti Perú bezta orrustuskip sitt Independencia og Huáscar var sökkt 8. október.  Ţessar ófarir leiddu til uppgjafar Perúmanna á sjó og Sílemenn sendu herdeildir sjóleiđina ađ ströndum landins.  Hinn 17. janúar 1881 náđu lögđu ţćr Lima undir sig og rćndu og rupluđu í borginni og lögđu Ţjóđarbókhlöđuna í rust.  Samkvćmt ákvćđum friđarsamninganna í Ancón (20. okt. 1883) létu Perúmenn hérađiđ Tarabacá af hendi og einnig stjórn hérađanna Tacna og Arica nćstu 10 árin en ađ ţeim loknum áttu íbúarnir ađ ákveđa framtíđ sína í kosningum.

1884-1930.  Stríđskostnađurinn og tekjumissirinn af nítratnámunum leiddi landiđ á barm gjaldţrots.  Borgarastjórnin, sem komst til valda 1889, gekk ađ kostum lánardrottna um endurgreiđslu lána.  Fyrirtćki ţeirra, Perúfélagiđ, međ ađsetur í London, tók ađ sér rekstur járnbrautanna í 66 ár, nám allt ađ 3 miljóna tonna af gúanói og innheimti 33 árlegar greiđslur ađ upphćđ 80.000.- pund.  Ţessi áćtlun gekk eftir en var ţyrnir í augum ţjóđarinnar.

Félagslegar umbćtur og efnahagsţróun.  Ţessi áföll og álitshnekkir leiddu til breytinga á stjórnmálasviđinu.  Demókrataflokkurinn var stofnađur 1895 undir forystu Nicolás de Piérola og sigrađi í forsetakosningum.  Stuđningur viđ flokkinn var víđtćkur, ţannig ađ hann náđi hreinum meirihluta og endurvakti sveitarstjórnarkosningar í landinu.  Hann lagđi áherzlu á skólakerfiđ en samt urđu börn fátćklinga útundan.  Skipulegt stjórnmálaumhverfi, sem einkenndist af samkeppni demókrata og borgaraflokka, virkađi hvetjandi á efnahagsţróunina.  Vinnsla jarđefna jókst (mest kopar) og framleiđsla landbúnađarvara einnig (bađmull, sykur og ull).  Bandarískir fjárfestar áttu mestan ţátt í aukinni koparvinnslu.

Augusto Leguía Salcedo, ađaltalsmađur borgaraflokkanna, tók viđ forsetaembćttinu 1908.  Á fyrsta kjörtímabili hans jókst sykur- og bađmullarframleiđslan og samkomulag náđist í landamćradeilum viđ Brasilíu.  Á síđara kjörtímabilinu hóf hann uppbyggingu opinberra ţjónustustofnana fyrir bandarískt lánsfé.  Vinnsluréttindi olíulindanna í La Brea-Parinas voru falin bandaríska fyrirtćkinu International petroleum, sem byggđi olíuhreinsunarstöđ fyrir innanlandsmarkađinn.  Leguía studdi lögleiđingu nýrrar stjórnarskrár 1920.  Ein breytinganna (§58) bannađi sölu og eignarnám lands indíána.  Ţetta ákvćđi hlaut ekki samţykki ţingsins og málefni indíána komust í sviđsljósiđ.  Flestir menntamenn landsins hvöttu til hćgfara breytinga en kommúnistaflokkur landsins og fleiri hvöttu til róttćkra breytinga strax.

Stofnun „Aprista-hreyfingarinnar”.  Ameríski umbótaflokkurinn (APRA), sem var ţekktari undir nafninu Apristahreyfingin, var stofnađur 1924 í Mexíkóborg.  Stofnandi hans var Victor Raúl Haya de la Torre, útlćgur menntamađur.  Á alţjóđavettvangi lagđi hann áherzlu á samstöđu amerískra indíána og afnám bandarísku yfirráđastefnunnar og innanlands lagđi hann áherzlu á endalok kúgunar almennings, gerđ efnahagsáćtlunar og ţjóđnýtingu erlendra fyrirtćkja í landinu.  Menntamenn, indíánar og lágmiđstéttin hreifst af ţessari andkapítalísku stefnu.  Í kringum 1930 var fariđ ađ draga úr vinsćldum Leguía.  Hann komst loks ađ samkomulagi viđ Sílestjórn vegna deilnanna um héruđin Tacna og Arica.  Niđurstađan um yfirráđ Síle yfir Arica olli ólgu í röđum ţjóđernissinna.  Heimskreppan varđ til ţess, ađ Leguía missti stuđning margra stórfyrirtćkja.

1930-1968.  Áriđ 1930 gerđi herinn hallarbyltingu (Luis Sánchez Cerro), velti Leguía úr sessi og Sánchez sigrađi Haya de la Torre, frambjóđanda APRA í forsetakosningum 1931.  APRA taldi ađ svik vćru í tafli og hóf áróđursherferđ gegn ríkisstjórninni.  Ţessi ţróun leiddi til stofnunar fasistaflokks undir stjórn sagnfrćđingsins José de la Riva Agüero.  Apristar efndu til óeirđa í Trujillo á norđurströndinni í júlí 1932 og myrtu Sánchez Cerro 1933.  Ţessi atvik ollu miklum fjandskap milli hers landsins og APRA.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM