Grudziadz Pólland,
Flag of Poland

Booking.com


GRUDZIADZ
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Grudziadz er borg í láglendu landbúnaðarhéraði við Vislu í Norður-Póllandi.  Hún er mikilvæg hafnarborg og járnbrautamiðstöð.  Helztu framleiðsluvörur borgarbúa eru landbúnaðartæki, múrsteinn, leirvörur, málmar, gúmmívörur og timbur.  Teiftónsku riddararnir víggirtu Grudziadz á 13. öld og bærinn fékk borgarréttindi 1291.  Árið 1466 varð borgin pólsk.  Árið 1772 varð hún hluti af Prússlandi við fyrstu skiptingu Póllands og 1920 varð hún aftur pólsk.  Þjóðverjar hersátu hana í síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 100 þúsund.




 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM