Wroclaw Pólland,
Flag of Poland


WROCLAW
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Wroclaw, höfuðborg samnefnds héraðs, er við hafnarborg við ána Oder í suðvesturhluta Póllands.  Hún meðal stærstu borga landsins og mikilvægustu miðstöðva viðskipta, flutninga og iðnaðar.  Oder er mikil flutningaæð og tengir borgina við Eystrasalt og Elbu-Vislu-skurðanetið.  Umhverfis borgina er frjósamt landbúnaðar- og námuhérað og verzlun með ull, korn, járn og aðra málma og kol er mikil.  Iðnaðurinn byggist á járnbræðslum, bruggverksmiðjum, vefnaðarmyllum og verskmiðjum, sem framleiða vélbúnað, plötujárn, húsgögn, skartgripi, hljóðfæri, áfengi og vindla.

Borgin er á báðum bökkum Oder og margar brýr tengja borgarhlutana.  Aðalhlutinn er á vesturbakkanum, svokölluð innborg, sem er að hluta frá miðöldum.  Austurhlutinn er nútímalegri, velskipulagður og aðallega íbúðahverfi.  Innborgin státar af nokkrum áhugaverðum kirkjum, s.s. hinni rómversk-katólsku kirkju hl. Jóhannesar skírara (bygging hófst 1158), kirkju hl. Elísabetar (13. öld), kirkju heilags kross (13.öld) og kirkja guðsmóður í sandinum (14. öld).  Áhugaverðasta veraldlega bygging borgarinnar er ráðhúsið (13. öld), sem var endurbyggt á 15. öld í gotneskum stíl.  Þá má nefna fyrrum konungshöll, nokkrar stjórnarbyggingar, Listasafnið og hús Borgarháskólans (1702).  Háskólinn var upprunalega skóli jesúíta, sem var endurbyggður 1945.  Þar er frægt bókasafn, Listasafn og stjörnuskoðunarstöð.  Í borginni er líka tækniháskóli.

Upphaflegt nafn borgarinnar er Vratislavia.  Hennar er fyrst getið í heimildum í kringum árið 1000.  Hún varð að biskupsdæmi á 11. öld.  Þegar hertogadæmið Silesía varð til, varð hún höfuðborg þess.  Á 13. öld settust margir Þjóðverjar að á svæðinu og borgin fékk þýzka nafnið Breslau árið 1261.  Hún var velmegandi verzlunarborg, þegar hún gekk í Hansabandalagið árið 1294.  Bæheimur eignaðist Breslau árið 1335 og þegar spænski prinsinn Ferdinand I settist á valdastól í Bæheimi, komst hún undir völd Habsborgara. 

Prússar tóku borgina árið 1741 í austurríska erfðastríðinu og hún var gerð að höfuðborg prússneska héraðsins Neðri-Selisíu.  Prússar héldu borginni að mestu til 1945 nema um tíma í Napóleónsstyrjöldunum.  Árið 1945 réðust rússneskar hersveiti inn í borgina og náðu henni á sitt vald.  Þegar Þýzkalad féll, var borgin í rústum og Pólverjar fengu hana samkvæmt niðurstöðum Potsdamráðstefnunnar og hún fékk núverandi nafn.  Þýzkir íbúar hennar voru reknir brott og Pólverjar komu í staðinn.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 643 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM