Portúgal íbúarnir,
Flag of Portugal


PORTÚGAL
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúarnir.  Íberíuskaginn hefur verið byggður fólki í langan aldur.  Samt sem áður hafa fáar leifar þessarar búsetu frá snemmsteinöld fundizt.  Minjar frá síðsteinöld og bronzöld eru algengari, m.a. steingrafir (dólagrafir).  Meðal fyrstu varanlegu bústaða manna voru hæðaþorpin, sem bændur síðsteinaldar byggðu og fóru að ryðja skóg til akuryrkju umhverfis þau.  Innflytjendur frá Fönikíu, Grikklandi og keltar blönduðust fólkinu, sem var þar fyrir og byggðu keltneska múra umhverfis þorpin.  Þessir víggirtu staðir veittu Rómverjum viðnám í u.þ.b. tvær aldir áður en þeir brutu landið undir sig.  Eftir að varnirnar voru brotnar niður varð samfélag þessara þorpa fyrir áhrifum frá svöbum, gotum, márum og gyðingum.  Lega Portúgals var sem hlið að Íberíuskaganum úr vestri fyrir innrásum og áhrifum og öflugir herir aðkomumanna áttu auðvelt með að koma sér fyrir og efla búsetu.  Þrátt fyrir aðsókn margra mismunandi kynþátta, eru Portúgalar nokkuð einsleit þjóð folks af Miðjarðarhafsstofni með bún augu, dökkt og liðað hár og lítið eitt þeldökkt.

Langflestir (95%) Portúgala eru rómversk-katólskir og innan við 1% eru mótmælendur.  Gyðingar eru stærsti söfnuðurinn meðal þeirra, sem ekki játast katólsku kirkjunni, enda meðal elztu trúarbragðanna í landinu.  Aðrar kirkjudeildir mótmælenda í landinu eru jafnfjölbreyttar og annars staðar, þar sem trúfrelsi er í heiðri haft.  Gyðingatrú hefur ekki náð sér á strik eftir að flestir, sem aðhylltust hana, urðu að flýja á dögum rannsóknarréttarins á 15. öld.

Norðurhluti landsins er mun þéttbýlli en suðurhlutinn.  Mörg dreifbýlissvæði hafa orðið fyir flólksflótta, sem hefur valdið efnahaglegum og stjórnmálalegum vanda.  Fólkið hefur flykkst til strandsvæðanna milli Braga og Setúbal en margir staðir, s.s. Lissabon, geta ekki tekið við auknu vinnuafli.  Svæði eins og Minho, miðláglendið og strandhéruðin eru ofsetin fólki.  Byggðin úti á landi er dreifð og fólk býr í litlum þorpum, þar sem það stundar landbúnað.  Víða meðfram ströndinni eru fiskveiðar aðalatvinnuvegurinn í dreifbýlinu og hann hefur krafizt fórna, þannig að fjöldi kvenna er  meiri en karla síðan manntal hófst árið 1864.

Eftir byltinguna 25. apríl 1974 fengu nýlendur Portúgals smám saman sjálfstæði og fjöldi Portúgala, sem bjó í þeim, snéri heim og olli offjögun og atvinnuleysi fram í 9. áratuginn í þéttbýlinu.  Samkvæmt opinberum tölum var fjöldi þeirra u.þ.b. ein milljón og flestir komu frá Angóla vegna borgarastyrjaldarinnar þar.  Óvíða annars staðar í Evrópu flytja fleiri úr landi en í Portúgal.  Fyrir 1960 fluttu flestir útflytjendanna til Brasilíu eða annarra landa Suður-Ameríku.  Aðalástæður landflóttans á sjöunda áratugnum var mikið atvinnuleysi í Vestur-Evrópu og herkvaðning í tengslum við borgarastyrjaldir í nýlendunum í Afríku.


Efnahagsmál.  Á blómaskeiði nýlendutímans var Portúgal ríkasta land heims.  Auðurinn var ekki nýttur til uppbyggingar innanlands, þannig að dæmið snérist við á 19. og 20. öld.  Landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. janúar 1986 og síðan hefur efnahagur þess batnað stöðugt.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM