Portúgal sagan,
Flag of Portugal


PORTÚGAL
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Portúgal varđ sjálfstćtt einveldi 1139.  Nafn landsins er dregiđ af Portus Cale, viđ ósa Douroárinnar.  Svabar náđu Suđur-Galiciu frá Rómverjum áriđ 411 og réđu Portucale (Porto).  Vísigotar komu nćstir og ţeir urđu ađ hörfa undan márum á 8. öld.  Kristni var orđin allsráđandi áriđ 868.  Afonso Henriques varđ konungur 1139 og innlimađi Lissabon.  Eftirmenn hans náđu Alentejo og Algarve úr höndum mára kringum 1252.  Madeira- og Azoreeyjar voru byggđar á 15. öld.

Elztu mannvistarleifar, sem fundust í Furninhas, eru bein manna frá svipuđu tímaskeiđi og Neandertalsfólkiđ var á kreiki.  Fyrstu merki menningar, u.ţ.b. 7500 ára, fundust í neđri hluta Tagusdalsins.  Minjar frá síđsteinöld hafa fundizt víđa, s.s. kúpulaga hús, grafir, leirmunir og verkfćri úr linum málmum.  Á fyrstu teinöld f.Kr. komu keltar suđur eftir Íberíuskaga og sumir hóparnir lögđu leiđ sína til vesturs.  Fönísk- og karţagósk áhrif náđu til Suđur-Portúgals um svipađ leyti.  Í kringum 500 f.Kr. var járnaldarmenning komin til norđurhlutans.  Keltnesk hćđaţorp héldu áfram ađ vera til eftir ađ Rómverjar komu til sögunnar.

Eftir síđari púnversku styrjöldina (218-201 f.Kr.) réđu Rómverjar austur- og suđurströndum Íberíuskagans og keltar, sem höfđu blandast fyrri íbúum, réđu vesturströndinni.  Keltneska sambandiđ, Lúsítanar, vörđust ágangi Rómverja undir frábćrri forystu Viriathus.  Eftir ađ hann var myrtur ruddist Decius Junius Brutus inn í landiđ og braut galla á bak aftur.  Hann réđi landinu um tíma og áriđ 25 f.Kr. stofnađi Ágústus keisari Augusta Emerita (Mérida) sem höfuđborg Lúsítaníu (núverandi Miđ-Portúgal).  Galisía, norđan Douroár, varđ sérstakt hérađ undir stjórn Antonína.  Rómverjar notuđu Beja og Évora til hveitirćktar og Tagusdalur var ţekktur fyrir hesta sína og bćndabýli.  Námugröftur fór fram í Alentejo.  Kristni náđi til Lúsitaníu á 3. öld og Galisíu á 4. öld. 

Eftir 406 ruddust barbarar inn í Gallíu og yfir Pýrenneafjöll.  Svabar settust ađ í suđurhluta Galisíu og foringjar ţeirra bjuggu í eđa viđ Bracara Augusta (Braga) og Portucale.  Ţeir lögđu Lúsitaníu undir sig og um tíma réđu ţeir öllum Íberíuskaganum.  Vísigotar voru sendir til ađ yfirbuga ţá og ţađ tókst áriđ 469.  Nćstu 80 árin eru hulin móđu tímans en áriđ 550 voru svabar aftur viđ völd og hl. Martin frá Braga snéri fólki aftur til katólskrar trúar.  Berbar gerđu innrás áriđ 711 og lögđu norđvesturhluta landsins undir sig eftir bardaga viđ gota viđ Mérida.  Hersveitir berba komu sér fyrir um miđbik landsins og í Galisíu.  Ţeir börđust enn ţá viđ íbúa vesturhlutans, ţegar ‘Abd ar-Rahman I stofnađi Umayyadríkiđ í Córdoba 756.  Lissabon var sjálfstćđ um nokkurra ára bil.  Vimara Peres (868) endurreisti katólsku biskupsdćmin í Galisíu og meint grafhýsi hl. James fannst um svipađ leyti.  Ţá var byggđ kapella í Santiago de Compostela og landamćri Portucale voru ákveđin.  Kristnir Portúgalar náđu undir sig Coimbra en gátu ekki haldiđ henni lengi.

Á 10. öld var svćđiđ norđan Douroár undir yfirráđum Mumadona Dias, bónda hennar, Hermenegildo Gonçalves og afkomenda ţeirra.  Einn ţeirra var kennari og tengdafađir leónska einvaldsins Alfonso V.  Ţegar ţessi höfđigjaćtt varđ a láta undan síga fyrir Navarrese-Castilian-ćttinni og Sancho III hinum mikla, missti vesturhlutinn sjálfstjórn sína.  Sonur Sanchos, Ferdinand I af Kastilíu, lagđi Coimbra undir sig áriđ 1064 og fól völdin ţar í hendur mozarabískum landstjóra.  Ţegar almoravidar innlimuđu múslamska hluta Spánar, kallađi Alfonso VI af León (1065-1109) og Kastilíu (1072-1109) Henry, bróđur Eudes hertoga (Odo) til.  Hann gaf Henry óskilgetna dóttur sína, Teresu, fyrir konu og gerđi hann ađ greifa af Portúgal.  Henry og Teresa, sem kallađi sig drottningu, réđu Portúgal og Coimbra frá 1095. 

Ţegar Alfonso VI dó, tóku dóttir hans, Urraca, og lítill sonur hennar, Alfonso (VII), viđ völdum.  Henry af Portúgal sóttist eftir völdunum en varđ lítiđ ágengt áđur en hann dó 1112 frá Teresu og barninu Afonso Henriques.  Ástarsamband hennar viđ hinn galíska Fernando Peres af Trava olli ţví, ađ portúgölsku barónarnir hćttu stuđningi viđ hana, og áriđ 1128 hröktu fylgismenn sonar hennar hana í útlegđ.  Afonso Henriques varđ greifi af Portúgal.  Hann varđ í fyrstu ađ beygja sig undir völd frćnda sins Alfonso VII en tók upp konungsnafn eftir ađ hafa sigrađ múslima viđ Ourique 25. júlí 1139. 

Áriđ 1143 viđurkenndi frćndinn sjálfsforrćđi Afonso en konungstitillinn var ekki opinberlenga viđurkenndur fyrr en 1179, ţegar Afonso gerđi samning um vernd Páfastóls og hét ađ greiđa honum árleg gjöld.  Honum hafđi tekizt ađ leggja undir sig Santarém í marz og Lissabon í október 1147, síđarnefndu borgina međ ađstođ enskra, franskra, ţýzkra og flćmskra krossfara á leiđ til Palestínu.  Enskur biskup, Gilbert frá Hastings, varđ fyrsti biskup í endurreistu biskupsdćmi Lissabon.   Portúgalar voru búnir ađ styrkja varnir sínar áđur en Afonso I dó (6/12 1185), ţegar márar frá Marokkó (Almohads) gerđu árásir 1179-84.  Regluriddarar höfđu komiđ upp köstulum međfram landamćrunum og Cistercianmunkar sáu um landbúnađinn og byggingarlistina í miđhlutanum (Alcobaça). 

Afonso Henriques veitti mörgum nýjum byggđum og bćjum sérréttindi og Sancho I (1185-1211) bćtti um betur međ ţví ađ gefa mörgum borgum í miđhlutanum aukiđ frelsi.  Forréttindi ţessara byggđa voru stađfest međ sérstökum leyfisbréfum og ţetta ástand lađađi til sín fjölda innflytjenda úr norđri, ţar sem lénsskipulagiđ ríkti.  Múslimar fengu líka aukiđ frelsi, ţótt sumir ţeirra byggju áfram viđ ánauđ.  Krossfarar á leiđ í Austurveg hjálpuđu Sancho I til ađ leggja undir sig Silves í Algarve (1189) en múslimar náđu henni aftur tveimur arum síđar, ţótt Lissabon, Santarém og Tomar stćđust árásirnar.  Friđur var saminn fyrir dauđa Sanchos og ţađ kom í hlut sonar hans, Afonso II hins feita (1211-23) ađ tryggja völd krúnunnar á kostnađ kirkjunnar.

Afonso II var ekki herskár konungur.  Engu ađ síđur stóđu fylgismanns hans viđ hliđ Kastilínumanna, ţegar kristnir unnu frćkilegan sigur viđ Navas de Tolosa 1212 og síđar viđ hliđ krossfaranna 1217, ţegar ţeir ađstođuđu hann viđ ađ frelsa Alcácer do Sal.  Hann hafnađi skilmálum föđur síns vegna stórra eigna, sem hann hafđi látiđ í hendur systkina hans en féllst á rétt systra sinna eftir stríđ viđ León.  Páfinn hafđi afskipti af ţví og viđurkenndi völd Afonsos.  Á fyrsta stjórnarári sínu kvaddi hann ađalsmenn og preláta á sinn fund.  Fulltrúar alţýđunnar voru ekki međ í ráđum fyrr en áriđ 1254.  Stađa kirkjunnar og riddarareglnanna var orđin svo sterk á valdatíma Afonsos II, ađ oft urđu árekstrar milli hans og Páfagarđs.  Áriđ 1220 fól Afonso opinberri nefnd ađ rannsaka eignarétt kirkjunnar á eignum víđa um landiđ og tryggja eignarhald krúnunnar á ţví, sem kirkjan hafđi sölsađ undir sig ólöglega.

Fáum sögum fer af valdatíđ sonar hans, Sanchos (ca 1223-1246), en á ţeim tíma var yfirtaka Alentejo tryggđ og yfirráđin í Algarve minnkuđu.  Kirkjan lét greipar sópa eftir dauđa Afonsos II vegna samninga, sem hún gerđi viđ hann skömmu áđur en hann dó.  Páfinn fól yngra bróđur hans, Afonso greifa af Boulogne viđ mćgđir (1238; Matilde, dóttir Raynald I greifa af Dammartin), ađ taka völdin í Portúgal.  Hann fékk stuđning kirkjunnar og margra borga til ađ steypa bróđur sínum í tveggja ára borgarastyrjöld.  Sancho II dró sig í hlé og dó í Toledo í janúar 1248.  Afonso III lýsti sig konung strax en var ekki ađ fullu viđurkenndur sem slíkur fyrr en ađ bróđur sínum látnum.  Hann sameinađi ţetta klofna konungsríki og náđi öllu Algarve undir krúnuna á ný.  Ţá flutti hann höfuđborgina frá Coimbra til Lissabon, efldi varnir borgarinnar og kvaddi fulltrúa ađalsins og borgaranna til fundar 1254. 

Kastilíumenn litu Afonso III öfundaraugum vegna endurheimtar Algarve og börđust viđ Portúgala 1250 og 1252.  Líklega hefur Afonso lotiđ í lćgra haldi og friđur var saminn og innsiglađur međ giftingu Afonsos og Beatriz, óskilgetinnar dóttur Alfonsos X konungs í Kastilíu, ţótt Afonso vćri enn ţá kvćntur Matilde af Boulogne.  Kastilíumenn áttu ađ halda Algarve ţar til sonur Afonsos og Beatriz yrđi 7 ára.  Ţetta hjónaband olli deilu viđ páfa og loks bannfćringu.  Afonso hélt fast viđ sitt, ţrátt fyrir fyrri vinsamlegri viđskipti viđ Páfaríkiđ.  Áriđ 1263 var síđara hjónabandiđ lögleitt og elzti sonur hans, Dinis, viđurkenndur löglegur erfingi krúnunnar.  Skömmu síđar hóf Afonso herferđ gegn eignasöfnun kirkjunnar og tók af henni miklar eignir.  Prelátarnir mótmćltu ţessum ađgerđum og flestir ţeirra fóru úr landi.  Ţrátt fyrir bannfćringu og hótanir um embćttismissi, virti Afonso kirkjuna ađ vettugi ţar til skömmu fyrir andlátiđ 1279. 

Á valdatíma Afonsos III tókst ađ tryggja krúnunni meiri völd en kirkjunni, endurheimta mörg landsvćđi og stofna fulltrúadeild ţingsins.  Sonurinn, Dinis, ríkti 1279-1325.  Hann kom á nánara sambandi viđ Vestur-Evrópu.  Markađir voru stofnađir og mynt slegin.  Dinis lét hefja skógrćkt međ gróđursetningu furu til ađ hindra sandfok í grennd viđ Leiria og sýndi ţannig áhuga hans á eflingu skipasmíđa og landbúnađar.  Hann réđi til sín genóska ađmírálinn Emmanuele Pessagno til ađ skipuleggja sjóherinn og gerđi sitt ítrasta til ađ auka erlend viđskipti.  Hann stofnađi Coimbraháskóla í Lissabon 1290 og var bćđi skáld og verndari bókmennta.  Ţrátt fyrir friđarvilja Dinis, lenti hann nokkrum sinnum í útistöđum og áriđ 1297 var undirritađur samningur í Alcańices viđ Kastilíu, sem stađfesti, ađ Algarve vćri hluti af Portúgal og bandalag Portúgals og Kastilíu.  Móđir sonar Disnis, Afonso IV, var Isabel, dottir Péturs III í Aragon.  Ţessi einstćđa kona var síđar tekin í tölu helgra manna sem hl. Elísabet af Portúgal og almennt kölluđ Rainha-Santa (Helga drottningin).  Hún hélt oft kyndli friđar á lofti hérna megin grafar.

Árgreiningur viđ Kastilíu.  Afonso IV (1325-57) átti oft í útistöđum viđ Kastilíumenn og Isabel, sem hafđi setzt í helgan stein í klaustrinu í Santa Clara, hélt áfram ađ bera klćđi á vopnin í nafni friđar. Eftir dauđa hennar 1336 brauzt út stríđ, sem lauk ekki fyrr en 1340, ţegar Afonso sjálfur,  portúgalski herinn og Alfonso XI af Kastilíu tóku saman höndum til ađ sigra mára glćsilega viđ Saladoána í Andalúsíu.  Sonur Afonsos, Pedro, kvćntist (1336) Konstönsu (†1345), dóttur kastilíska konungssonarins Juan Manuel.  Skömmu eftir giftinguna varđ hann ástfanginn af einni hirđmeyja hennar, Inęs de Castro, sem hann átti nokkur born međ.  Afonso var vélađur til ađ samţykkja morđ Inęsar 1355 og eitthvert fyrsta verk sonar hans, Pedros, var ađ leita uppi morđingja hennar og koma ţeim fyrir kattarnef.  Á stuttum valdatíma hans (1357-67) helgađi hann sig réttlćtinu, sem hann útdeildi sjálfur og oft međ ofbeldi.  Járnaga hans gćtti minnst, ţegar hann lagđist í svall- og ólifnađ.

Sonur Pedros og Constança, Ferdinand (1367-83), erfđi mikiđ ríkidćmi og konungsdćmi án mikilla skuldbindinga.  Ágreiningur Péturs grimma og Henry af Trastamara (síđar Henry II) um kastilínsku krúnuna stóđ yfir og ţegar Pétur var myrtur 1369, sóru nokkrar borgir Ferdínand hollustu, sem hann var hefđi ekki átt ađ ţiggja.  Henry II réđist strax inn í Portúgal og í friđarsamningunum í Alcoutim 1371 neyddist Ferdinand til ađ afsala sér yfirráđunum í borgunum og lofa ađ kvćnast dóttur Henrys II, Leonor Teles, ţótt hún vćri ţegar gift og borgarar Lissabon mótmćltu ráđahagnum.  Hann gerđi líka bandalag (1372) viđ Breta í gegnum John af Gaunt, hertogans í Lancaster, sem hafđi kvćnzt elztu dóttur Péturs grimma og krafđist kastilínsku krúnunnar.

Áriđ 1372 ögrađi Ferdinand Henry II, sem réđist inn í Portúgal og settist um Lissabon.  Ferdinand varđ ađ afneita bandalaginu viđ John af Gaunt, gerast bandamađur Kastilíu og afhenda nokkra kastala međ gíslum.  Ferdinand ţorđi ekki ađ bjóđa Kastilíu byrginn fyrr en ađ Henry látnum (1379) og áriđ eftir tók hann aftur upp sambandiđ viđ Breta.  Áriđ 1781 fór Edmund af Langley, jarlinn í Cambridge (síđar hertogi af York), bróđir John Gaunts, međ her manns til Portúgals til ađ ráđast inn í Kastilíu.  Hann trúlofađi son sinn einu hjónabandsdóttur Ferndinands, Beatriz.  Í miđri herförinni náđi Ferdinand samningum viđ óvinina (ágúst 1382) og samţykkti ađ gifta dóttur sína kastilískum prinsi.  Hún varđ kona John I af Kastilíu.  Ţegar Ferdinand dó úr öldrunarsjúkdómi varđ Leonor Teles drottning Portúgals og Kastilía krafđist krúnunnar.

Leonor hafđi löngum veriđ frilla galisíska greifans af Qurém, Joăo Fernandes Andeiro, sem hafđi beitt Englendinga og Kastilíumenn brögđum og var ţyrnir í augum portúgalskra föđurlandsvina.  Andstćđingar Kastilíu völdu óskilgetinn son Péturs I, John af Aviz, sem konung.  Hann hafđi drepiđ Qurém (des. 1383) og var fullvissađur um stuđning Lissabonbúa.  Drottningin flúđi til Alenquer og ţađan til Santarém, ţar sem Kastilíukonungur kom henni til hjálpar.  Hann kom henni fljótlega fyrir í spćnsku klaustri og settist um Lissabon í fimm mánuđi (1384) en varđ láta undan síga vegna farsóttar, sem geisađi.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM