Portúgal hagtölur tölfræði,
Flag of Portugal

HAGSTOFA PORTÚGALS

PORTÚGAL
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið heitir Lýðveldið Portúgal.  Það er forsetalýðveldi með forsætisráðherra í fararbroddi ríkisstjórnar.  Þingið (230 fulltrúar) starfar í einni deild.  Höfuðborg landsins er Lissabon og tungan er portúgalska. 

Opinber trúarbrögð eru engin.

Gjaldmiðillinn heitir escudo = 100 centavos. 

Íbúafjöldinn var tæpar 10 milljónir 1998 (109 á km²; 36% í þéttbýli; karlar 48,16%).  Aldursskipting:  15 ára og yngri, 18,9%; 15-29 ára, 23,6%; 30-44 ára, 21,6%; 45-59 ára, 16,6%; 60-74 ára, 13,9%; 75 ára og eldri, 5,4%.  Áætlaður íbúafjöldi árið 2010, 10.170.000.  Portúgalar 98,2%, frá Cape Verde 0,4% og aðrir 1,4%.

Trúarbrögð 1995:  Kristnir 94,8%, þar af rómversk-katólskir 92,2%, mótmælendur 1,5% (vottar Jehova 0,7%; mormónar 0,4%); múslimar 1,1%; aðrir og trúlausir 5,1%.

Helztu borgir 1991:  Lissabon, Porto, Amadora.

Fæðingartíðni á 1000 íbúa 1996:  11,1 (heimsmeðaltal 25).  1990: 85,5% í hjónabandi.

Dánartíðni á 1000 íbúa 1996:  10,8 (heimsmeðaltal 9,3).

Fjöldi barna á kynþroska konu 1995:  1,4.

Lífslíkur frá fæðingu 1995-96:  Karlar 73,3 ár, konur 78,6 ár.

Helztu dánarorsakir á 100.000 íbúa 1994:  Hjarta- og æðasjúkdómar, 431,2;  krabbamein 193,6; öndunarsjúkdómar 71,5.

Fjárlög 1995:  28,5 milljarðar US$ (innflutningsgjöld og neyzlutollar 36,7%, tryggingargjald 29%, tekju- og erfðaskattur 24,2%).  Útgjöld: 295 milljarðar US$ (1988; menntamál 12,4%; heilbrigðismál  9,8%; hermál 6,6%; launakostnaður 5,3%; opinberar stofnanir 2,8%.

Tekjur og gjöld heimilanna.  Meðalfjölskyldustærð 1991, 3,1.  Meðaltekjur á fjölskyldu 1994-95:  Laun 45,8%; eigna- og verktakatekjur, 32.4%; styrkir, 21,5%.  Meðalgjöld á fjölskyldu 1994-95:  Matvæli, 23,9%; húsnæði, 20,6%; samgöngur, 18,9%; fatnaður, 6,3%; heilbrigðismál, 4,6%; annað, 25,7%.

Heildarþjóðarframleiðsla (1996):  10.160.- US$ á mann.

Heildarþjóðarskuldir 1996:  US$ 40.504.000.000.

Vinnuafl 1994:  Alls 4.561.400, 46,1% íbúafjöldans, 15-64 ára 69%, konur 44,5%, atvinnul. 6,8%.

Ferðamál 1996:  Brúttótekjur US$ 4.325.200.000, heildargjöld US$ 2.321.500.000.

Landnýting 1994:  Skóglendi 35,9%, beitilönd 10,9%, ræktað land 31,5%, annað 21,7%.

Innflutningur 1994:  Vélar og samgöngutæki 34,2% (þar af bílar og varahlutir 15,1%); matvæli og lifandi dýr 11,6%; Efnavörur 9,8%; fljótandi eldsneyti 8,8%; vefnaðarvörur 6,1%; skrifstofuvélar 3,2%.  Helztu viðskiptalönd:  Spánn, 19,8%; Þýzkaland, 13,8%; Frakkland, 12,8%; Ítalía, 8,5%; Bretland, 6,6%; Holland, 4,3%.

Útflutningur 1994:  Vefnaður og fatnaður 25,9%; vélar og samgöngutæki 21,2%; Skófatnaður, 8,7%; korkur og viðarvörur 6,2%; efnavörur 4,7%.  Helztu viðskiptalönd:  Þýzkaland, 18,7%; Frakkland, 14,7%; Spánn 14,4%; Bretland 11,7%; BNA, 5,2%.

Samgöngur:  Járnbrautir 1995:  3072 km (farþegakm, 4,9 milljarðar; tonnakm, 2 milljarðar); Vegakerfið 1995:  68.732 km (m/slitlagi 88%).  Bílakostur 1995:  Fólksbílar 2,6 milljónir; flutingabílar og rútur 220 þúsund.  Loftflutingar 1996:  Farþegakm, 8 milljarðar; tonnakm, 210 milljónir.  Flugvellir 1997 alls 16 talsins.

Menntamál 1991:  Hlutfall af íbúafjölda.  25 ára og eldri án skólagöngu, 16,1%, barnaskóli, 61,5%, gagnfræðaskóli, 10,6%, framhaldsskóli 3,5%.  Læsi:  89,6% allra eldri en 15 ára, konur 92,5% og karlar 87%.

Heilbrigðismál 1996:  Einn læknir á hverja 332 íbúa.  Eitt sjúkrarúm á hverja 253 íbúa.  Barnadauði miðaður við 1000 lifandi fædd born, 6,9.

Næring 1996:  Dagleg næring 3.639 kaloríur á mann (grænmeti 74%, kjötmeti 26%), 148% af viðmiðun Alþjóðlegu matvælastofnunarinnar.

Hermál 1997:  Heildarfjöldi hermanna 59.300 (landher 54,1%, sjóher 25%, flugher 13%; þjóðvarðlið 7,9%).  Heildarútgjöld til hermála miðuð við heildarþjóðartekjur, 2,6% (US$ 273.- á mann).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM