Iasi Rúmenía,
[Romanian flag]


IASI
RÚMENÍA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Iasi eða Jassi er höfuðstaður Iasi-héraðs við Bahlui-ána (þverá Prut) í Austur-Rúmeníu.  Borgin er mikilvæg miðstöð´samgangna og viðskipta.  Hún er stjórnsýslusetur rétttrúnaðar- og róversk katólsku kirknanna (erkibiskup).  Meðal áhugaverðra staða eru dómkirkja, tvær 15. aldar kirkjur, bókasafn (rómverkt skjalasafn) og frægasti háskóli landsins, sem er kenndur við Alecandru Ioan Cuza frá Iasi (1860).  Iasi var stofnuð fyrir árið 1400 og var höfuðstaður konungsríkisins Moldávíu frá 1565-1860.  Borgin eyddist oft í eldi, þegar tatarar gerðu árás 1513, Tyrkir 1538 og Rússar 1686.  Samningarnir, sem eru kenndir við Jassi (1792) bundu enda á stríð Rússa og Tyrkja 1787.  Í fyrri heimsstyrjöldinni var Iasi um tíma höfuðborg landsins í stað Búkarest.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 343 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM