Serbía tölfræði hagtölur,,
Flag of Serbia and Montenegro


SERBÍA
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið heitir „Savezna Republika Jugoslavija”, Sambandslýðveldið Júgóslavía.  Þar er fjölflokka lýðræði og þingið starfar í tveimur deildum, lýðveldadeild (40) og borgaradeild (138).  Æðsti maður landsins er forseti og forsætisráðherra er í fararbroddi ríkisstjórna.  Höfuðborg landsins er Belgrad.  Opinbert tungumál er serbíska (serbókróatíska).  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er dinar = 100 paras.

Íbúafjöldi 1998:  10.664.000 (104,4 á km²; 51,2% í þéttbýli; 49,53% karlar).  Aldursskipting:  Yngri en 15 ára, 22,8%; 15-29 ára, 21,6%; 30-44 ára, 21,7%; 45-59 ára, 17,1%; 60-74 ára, 12,2%; eldri en 75 ára, 3,5%.  Áætlaður íbúafjöldi 2010, 11.171.000.  Tvöföldunartími er rúmlega öld.

Þjóðerni 1991:  Serbar 62,6%, Albanar 16,5%, Svartfellingar 5%, fjölþjóða 3,4%, Ungverjar 3,3%, múslimar 3,2%, Rúmenar (sígaunar) 1,4%, Króatar 1,1%, aðrir 3,5%.

Trúarbrögð 1995:  Rétttrúnaðarkirkjan 62,6%, múslimar 19%, rómversk-katólskir 5,8%, aðrir 12,6%.

Helztu borgir 1991:  Belgrad, Novi Sad, Nis, pristine, Kraqujevac og Podgorica.

Fæðingartíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  12,9 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  10,5 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun á 1000 íbúa 1996:  2,4 (heimsmeðaltal 15,7).

Barnafjöldi á hverja kynþroska konu 1996:  1,9.

Hjónabandstíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  5,4.

Skilnaðatíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  0,7.

Lífslíkur við fæðingu 1995:  Karlar 69,9 ár, konur 74,7 ár.

Aðaldánarorsakir miðaðar við 100.000 íbúa 1995:  Hjarta- og æðasjúkdómar 573,6, krabbamein 167,6, slys, ofbeldi og eitranir 42,2 og öndunarfærasjúkdómar 40,9.

Vinnuafl 1996:  Alls 3.232.000 (30,4%).  Atvinnuleysi 7,8%.

Fjölskyldutekjur 1996:  US$ 3.525.-.  Meðalfjölskyldustærð 3,9.

Brúttóþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 20.039.000.000.- (US$ 1.900.- á mann).

Ferðaþjónustan 1994:  Tekjur:  US$ 31.000.000.-.  Gjöld:  Ókunn.

Landnýting 1994:  Skógar 17,3%, engi og beitilöng 20,7%, ræktað land 40%, annað 22%.

Innflutningur 1996:  Iðanaðarvörur, vélbúnaður og samgöngutæki, efnavörur, eldsneyti, matvæli, kvikfé á fæti o.fl.  Aðalviðskiptalönd:  Þýzkaland, Ítalía, Rússland, Makedónía.

Útflutningur 1996:  Iðnaðarvörur, matvæli, kvikfé á fæti, vélbúnaður og samgöngutæki, efnavörur o.fl.  Aðalviðskiptalönd:  Þýzkaland, Grikkland Sviss.

Samgöngur.  Járnbrautir 1996:  4031 km.  Vegakerfi 1996:  49.620 km, þar af 58,4% með slitlagi.  Farartæki 1994:  Fólksbílar 1,4 milljónir, vörubílar og rútur 132.000.  Skipastóll 1992:  Fiskiskip 12.  Flugvellir 1997:  4.

Heilbrigðismál 1995:  Einn læknir á hverja 495 íbúa og eitt sjúkrarúm á hverja 188.  Barnadauði miðaður við 1000 lifandi fædd börn:  14,3.

Næringargildi fæðu á dag 1990:  3545 kalóríur (grænmeti 93%, dýraríkið 7%; 140% miðað við lágmarksviðmiðun FAO).

Hermál 1997:  Fjöldi hermanna 114.200 (landher 78,8%, flugher 14,6%, sjóher 6,6%).  Fjárveitingar til hermála 1991:  3,9% af þjóðarframleiðslu (heimsmeðaltal 2,8%; US$ 167.- á mann).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM