Baku Azerbaijan,


BAKU
AZERBAIJAN

.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráð og ræðismenn

Baku er höfuðborg og stærsta borg Azerbaijan á Apsheron-skaga í suðausturhluta landsins og hafnarborg á vesturströnd Kaspíahafs.  Þar eru miklar olíuhreinsunarstöðvar, sem fá hráefni frá olíulindasvæðum í grennd við írönsku landamærin.  Hráolían er flutt til þeirra um pípur og eldsneytið frá þeim á sama hátt til Bat’umi í Georgíu við Svartahaf.  Meðal ýmiss konar iðnaðar eru þar skipasmíðastöðvar og verksmiðjur, sem framleiða kapla, baðmull, leður og matvæli.

Gamli borgarhlutinn frá 9. öld státar af stórum kastala, Icheri-Shekher, með þröngum götum, moskum og mínarettu frá 1078 og höll kansins frá 17. öld (safn).  Neðanjarðarlestarkerfi var opnað 1967.  Baku ríkisháskólinn var stofnaður 1919.  Þarna eru ýmsar menningarstofnanir, ópera og nokkur leikhús og söfn.

Olía hefur verið unnin á Baku-svæðinu síðan á 8. öld.  Á 12. öld varð borgin setur Shirvan kans.  Persar réðu henni frá 1509-1723, þegar Rússar tóku við.  Persar náðu henni aftur 1735.  Árið 1806 féll hún aftur til Rússa og síðla á 19. öld hófst efnahagslegt blómaskeið hennar.  Frá 1918-20 var hún setur stjórnar, sem var andsnúin yfirráðum bolsévíka.  Baku var höfuðborg Sovétlýðveldisins Azerbaijan 1920-91.  Landið varð sjálfstætt á ný 1991 með Baku sem höfuðborg.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 1,15 milljónir.

Mynd:  Stjórnarráðið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM