Minsk Hvíta Rússland,


MINSK
HVÍTA RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Minsk er höfuðborg Hvíta-Rússlands (Belarus) og Minskhéraðs við Svisloch-ána.  Hún er í norðurhluta landsins og er miðstöð iðnaðar, samgangna og menningar.  Aðalframleiðsluvörurnar eru m.a. farartæki, eletrónísk tæki, klukkur og úr, matvæli og vefnaðarvörur.  Minsk er setur háskóla og Vísindaakademíu og þar er tónleika- og óperuhús auk nokkurra leikhúsa og safna.

Minsk var fyrst getirð í heimildum 1067 og snemma á 12. öld var hún orðin að höfuðstað sjálfstæðs furstadæmis.  Hún féll undir Litháen á 14. öld og Pólland á 16. öld.  Rússar innlimuðu borgina, þegar Póllandi var skipt í annað skiptið 1793 og varð höfuðborg Sovétlýðveldisins Hvíta-Rússlands 1919.  Í síðari heimsstyrjöldinni náðu Þjóðverjar henni undir sig frá 1941-44 og hún varð fyrir miklum skemmdum.  Þjóðverjar myrtu flesta gyðinga borgarinnar á þessum tíma.  Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 varð Minsk höfuðborg hins sjálfstæða ríkis.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 1,6 milljónir.

Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir