Kazakhstan íbúarnir,
Flag of Kazakhstan


KAZAKHSTAN
ÍBÚARNIR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Árið 1989 var íbúafjöldi landsins tæplega 16,5 miljónir (6 manns á hvern km2) og samsetning hans er talsvert sérstakur í samanburði við önnur fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna.  Kazakar er eini opinberi þjóðernishópurinn, sem er í minnihluta í eigin landi.  Þeir eru engu að síður hinn stærsti (43,2%).  Lífslíkur frá fæðingu árið 1990 var 69 ár.

Fram á tíunda áratug 20. aldar voru Rússar fleiri en Kazakar í landinu.  Á 19. öld streymdu rússneskir og slavneskir landnemar til Kazakhstan.  Kazökum fækkaði einnig í árásum Stalíns og samyrkjubúavæðingunni.  Hærri fæðingatíðni meðal Kazaka varð lokst til þess, að þeim fjölgaði meira en Rússum.  Í landinu býr margt fólk af þýzkum uppruna (4,1%) og Úkraínumönnum (5,2%).

Sumir Kazakar aðhyllast islam.  Opinber tunga er kazaska, sem er tyrkneskt mál, þótt rússneska sé útbreiddasta tungumálið.  Aðeins 40% landsmanna tala kazösku en 75% rússnesku.  Næstum 60% landsmanna búa í þéttbýli, sem er meira en í öðrum lýðveldum Mið-Asíu.  Höfuðborgin er Almaty og aðrar stórar borgir eru Qaraghandy, Shymkent, Pavlodar og Öskemen.  Slavneskir íbúar landsins búa flestir í norðurhlutunum og borgum, einkum í Almaty, þar sem þeir eru í meirihluta.

Samanburður milli fyrrum Sovétlýðvelda sýnir, að heilbrigði landsmanna sé ekki lakara en annars staðar, þrátt fyrir að fjölmargir íbúanna hafi orðið fyrir óæskilega mikilli geislun frá tilraunum með kjarnorkuvopn, aðallega í grennd við Semey (a.m.k. 300 tilraunir neðanjarðar og nokkrar á yfirborði) og í vesturhlutanum í grennd við Kaspíahaf, þar sem gerðar voru a.m.k. 40 tilraunir.  Eftir að landið varð sjálfstætt lýðveldi hafa slíkar tilraunir ekki verið gerðar í landinu.  Enginn veit með vissu, hvaða langtímaáhrif þetta kann að hafa á þjóðina.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM