Moldóva landiđ náttúran,
[Moldovan flag]


MOLDÓVA
LANDIĐ

.

.

Utanríkisrnt.

Moldóva er ađ mestu hćđótt slétta í 147 m hćđ yfir sjó ađ međaltali.  Hćsti stađur landins liggur 429,5 m.y.s.  Ţrátt fyrir ţessa lýsingu er víđa brattlendi.  Ţarna ríkir meginlandsloftslag, sem mildast svolítiđ af áhrifum frá Svartahafi.  Vetur eru fremur mildir međ -3°C til -5°C í janúar og í júlí >20°C.  Hitinn getur fariđ upp í 40°C.  Úrkoman er fremur lítil og óregluleg, minnst í suđurhlutanum (350 mm) og mest á hćstliggjandi svćđum (>600 mm).  Áveitubúskapur er stundađur í suđur- og suđausturhlutum landsins.  Allar ár og lćkir falla til Svartahafs.  Árnar Dnestr og Prut eru stćrstar.  Landiđ skiptist ađallega í steppur og skóglendi (beyki, eik og smávaxiđ hvítbirki).  Fyrrum ţöktu skógar u.ţ.b. ţriđjung landsins en nú eru ţeir ađeins um miđbik ţess.  Fjöldi villtra dýrategunda lifir í landinu en verulega dró úr fjölda úlfa á 20. öldinni.  Dádýr eru algeng en ţó hefur stofn blettadádýra minnađ mikiđ (upprunalega frá Austurlöndum fjćr).  Nokkuđ er um dýr af hreysikattaćtt, s.s. greifingja og merđi.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM