Moldóva sagan,
[Moldovan flag]


MOLDÓVA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Saga landsins er allflókin, ţví núverandi Moldóvía varđ ekki til fyrr en áriđ 1940.  Landiđ nćr yfir tvo ţriđjunga svćđis, sem hét Bessarabía.  Um aldir var nafniđ Moldóvía notađ um haft um stćrra svćđi, sem umlukti Bessarabíu frá Svartahafi í suđri til Búkvínu, fyrrum hérađs í Rúmeníu í norđri, og Siretárinnar í vestri og árinnar Dnestr í austri.

Gamla Moldóvía komst á legg á 15. öld og á sér langa sögu erlendra yfirráđa.  Hún var undir yfirráđum Tyrkja á 16. öld og hluti norđurhlutans var innlimađur í Austurríska keisaradćmiđ á 18. öld.  Á árunum 1812-56 réđu rússar austurhlutanum, sem ţeir nefndu Bessarabíu.  Eftir ađ Moldóvía fékk ţetta svćđi aftur (1856) sameinađist hún Valakíu í konungsríkinu Rúmeníu 1859.  Ţetta ríki stóđ ekki lengi óbreytt.  Áriđ 1878 tóku Rússar Bessarabíu aftur og héldu henni til 1917.  Í marz 1918 ákvađ ţingiđ í Bessarabíu ađ landiđ sameinađist Rúmeníu og á Parísarfundinum 1920 viđurkenndu BNA, Frakkland, Bretland og önnur Vesturlönd ţessa sameiningu opinberlega.

Hin nýja Sovétstjórn hafnađi sameiningunni og gerđi ráđstafanir til ađ ná landinu aftur undir sig.  Áriđ 1924 var heimastjórnarlýđveldiđ Moldóvía stofnađ sem hluti Sovétríkjanna.  Úkraínska borgin Balta var höfuđborg ţess til 1929, ţegar Tiraspol fékk hlutverkiđ.  Innan viđ ţriđjungur íbúa lýđveldisins var rúmenskur um miđjan ţriđja áratuginn.

Áriđ 1939 fengu Rússar yfirráđ yfir Bessarabíu međ Mólótov-Ribbentrop-samningnum, sem skipti Austur-Evrópu milli Sovétríkjanna og Ţýzkalands.  Ţrátt fyrir hlutleysisyfirlýsingu Rúmena í sept. 1939, neyddu Sovétmenn ţá til ađ afsala sér Bessarabíu og rússneskur her settist ţar ađ í júní 1940.  Í fyrstunni notađi Sovétstjórnin nafniđ Bessarabía um landiđ en 2. ágúst 1940 var lýst yfir stofnun lýđveldisins Moldóvíu (SSR) og gamla Moldóvíulýđveldiđ (ASSR) hćtti ađ vera til.  Trans-Dnestr-svćđiđ féll undir hiđ nýja lýđveldiđ en restin af gömlu Moldóvíu var innlimuđ í Úkraínu.  Rúmenskar hersveitir lögđu nýja lýđveldiđ undir sig á árunum 1941-44, ţegar Rússar náđu ţví aftur.  Moldóvía var eitt Sovétlýđveldanna til hruns kommúnismans í Austur-Evrópu 1991.  Ţá var stofnađ sjálfstćtt lýđveldi, sem gerđist ađili ađ CIS (Commonwealth of Indipendent States) sama ár.  Nćsta ár gerđust Moldavar ađilar ađ Sameinuđu ţjóđunum.

Allt frá síđustu árum níunda áratugarins hafa stjórnmál í landinu ađallega snúizt um ţjóđernismál í landinu og borgarastyrjöld kostađi hundruđ mannslífa.  Eftir ađ rúmenska var gerđ ađ opinberu tungumáli landsmanna međ lögum 1989 risu upp hreyfingar ađskilnađarsinna í suđur- og austurhlutum landsins.  Embćttismenn í héruđum landsins austan Dnestrárinnar neituđu ađ framfylgja tungmálslögunum vegna fjölda slava, sem bjuggu ţar, en voru ekki meirihluti íbúanna á ţessum slóđum.  Ţá var stofnuđ stjórnmálahreyfingin Yedinstvo (rússn. = eining) til ađ berjast fyrir meiri sjálfstjórn svćđisins.

Eftir ţjóđaratkvćđagreiđslu um sjálfstjórn var haldin í sept. 1990 stofnuđu stjórnmálaleiđtogarnir Trans-Dnestr-heimastjórnarlýđveldiđ sem hluta af Sovétríkjunum en áđur hafđi gagauzfólkiđ í suđausturhlutanum stofnađ sitt eigiđ heimastjórnarlýđveldi.  Ţegar ríkisstjórn Moldóvíu lýsti yfir sjálfstćđi landsins áriđ 1991, lýsti Trans-Dnestr-forystan yfir sjálfstćđi frá Moldóvíu.  Blóđug átök hófust fljótlega eftir ţessa atburđi (1992), ţegar Moldóvíuforseti, Mircea Snegur (1990-) skipađi hernum ađ berja uppreisnina niđur.  Uppreisnarmenn nutu stuđnings rússneskra kósakka og 14. hers Rússa og tryggđu yfirráđ yfir svćđinu.  Moldóvíustjórn sendi nokkrar beiđnir um afskipti Sameinuđu ţjóđanna án árangurs.  Hún neiddist ţví til ađ semja um sameiginlegar gćzlusveitir Rússa, Moldóva og íbúa Trans-Dnestr.  Í maí 1993 gáfu Moldavar verulega eftir af kröfum sínum og leyfđi rússneskum her ađ búa um síg í austurhluta landsins ţar til svćđiđ fengi sérstaka, pólitíska stöđu.  Forystumenn í Trans-Dnestr voru ekki ánćgđir međ ţessi málalok og kröfđust ţess, ađ ţing Moldóvíu afturkallađi hluta af sjálfstćđisyfirlýsingunni frá 1991 og yrđi aftur virkur ţátttakandi í CIS.

Fyrstu frjálsu ţingkosningar í Moldóvíu voru haldnar í febrúar 1994.  Kommúnistar í Landbúnađar-Demókrataflokknum fengu flest ţingsćti.  Nokkrir sameinađir sósíalistaflokkar komu nćstir og mynduđu samsteypustjórn međ kommúnistum.  Í ţjóđaratkvćđagreiđslu í marz 1994 studdu 90% kjósenda sjálfstćđa Moldóvíu međ landamćrum eins og ţau voru áriđ 1990 en ţađ svćđi náđi einnig yfir Trans-Dnestr-svćđiđ.  Í apríl 1994 afnam ţingiđ tungumálslögin frá 1989.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM