Spánn efnahagslífið,


SPÁNN
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Spánn er hefðbundið landbúnaðarland og er enn þá meðal mestu framleiðenda slíkra afurða í Vestur-Evrópu.  Síðan á miðjum sjötta áratugi 20. aldar hefur vöxtur iðnaðar verið mikill.  Röð þróunaráætlana frá árinu 1964 fjölgaði stoðum efnahagslífsins en síðla á áttunda áratugnum hægðist á hagvexti vegna hækkandi olíuverðs og aukins innflutnings.  Þá hvatti ríkisstjórnin til aukinnar áherzlu á þróun stóriðnaðar á sviðum framleiðslu stáls, skipa, vefnaðarvöru og námuvinnslu.  Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg atvinnugrein.

Hinn 1. janúar 1986 gerðist Spánn fullgildur aðili að ESB.  Stjórnvöld kepptu að hagræðingu í ríkisrekstrinum til að draga úr tekjuhalla ríkissjóðs, aðallega með niðurskurði útgjalda til framkvæmda.  Verðbólga, atvinnuleysi og háar skuldir ríkissjóðs voru háar árið 1994 eftir erfiða kreppu 1993 en ástandið batnaði talsvert 1995.  Í marz 1995 var gengi pesetans fellt um 7% og næsta ár var atvinnuleysi mest á Spáni innan ESB.

Landbúnaður.  Aðalundirstaða efnahagslífsins er landbúnaður, sem nýtir u.þ.b. 10% vinnuafls landsins.  Ræktun hveitis, byggs, sykurrófna, maís, kartaflna, rugs, hafra, hrísgrjóna, tómata og lauks er mikilvæg.  Víða eru stórar vínekrur og sítrusávaxtalundir.  Árið 1994 var ársframleiðsla hveitis áætluð 4,3 miljónir tonna, byggs 7,6, maís 2,2 og kartaflna 4.  Ársframleiðsla annarra mikilvægra afurða:  Rúgs 221 þúsund tonn, sykurrófur 8,2 miljónir tonna, glóaldina 2,6 miljónir tonna, vínberja 3,1, lauks 1, og tómata 3.

Loftslags- og landslagsskilyrði kalla skilyrðistlaust á landbúnað víðast um landið.  Áveitusvæði við Miðjarðarhafið hafa verið í þróun og uppbyggingu um aldir og þar er framleiðni mest í landinu.  Nýting ánna til áveitna og raforkuframleiðslu er aðallega að finna í árdal Ebró.  Stórir hluta Estremadura eru áveitulendur Guadiana-árinnar.  Mikið er um áveitur frá borholum.  Kvikfjárræktin, sem byggist aðallega á sauðfé og geitum, er mjög mikilvæg.  Árið 1994 var fjöldi sauðfjár 18,1 miljón, svína 18,1 miljón, nautgripa 5 miljónir og hesta 262 þúsund.

Timburvinnsla.  Korkeik er algengasta trjátegund Spánar og framleiðsla korks nam rúmlega 110 þúsund rúmmetrum um miðjan níunda áratuginn, örlitlu minna en í Portúgal.  Afurðir skóga landsins eru ónógar til framleiðslu trjákvoðu og timburs.

Fiskveiðar og vinnsla eru mikilvægar atvinnugreinar.  Ársaflinn var u.þ.b. 1,3 miljónir tonna árið 1993.  Veigamestu fisktegundirnar voru og eru sardínur, túnfiskur, skelfiskur, smokkfiskur, kolkrabbi, kolmúli, ansjóvía og makríll.  Árin 1995 og 1996 stundaði mestur hluti flotans veiðar í ísrskri og brezkri lögsögu, þar sem mörg veiðiskiptanna flögguðu brezkum hentifána.  Þessar veiðar ollu verulegum átökum milli brezkra og spænskra útgerða.

Námuvinnsla.  Spánverjar eiga talsverð verðmæti í jörðu.  Árið 1992 nam ársframleiðsla 33 miljónum tonna af kolum og brúnkolum, 1,7 af járngrýti, 206 þúsundum tonna af sínki, 31 þús. Af blýi, 4,9 miljónum tonna f gipsi og 1 miljón tonna af hráolíu.  Gjöfulustu kolanámurnar eru í norðvesturhlutanum, í grennd við Oviedo.  Járnnámurnar eru á svipuðum slóðum í kringum Santander og Bilbao.  Miklar birgðir kvikasilfurs eru í Almadén í suðvesturhlutanum og kopar og blý eru grafin úr jörð í Andalúsíu.  Aðrar mikilvægar birgðir af verðmætum jarðefnum eru pottaska, mangan, flúoríd, tin, tungsten, volfram, bismuth, antimóní, kóbalt og steinsalt.

Iðnaður landsins byggist aðallega á framleiðslu vefnaðarvöru, járns og stáls, bifreiða, efnavöru, fatnaðar, skófatnaðar, skipa, eldsneyti og sement.  Spánn er meðal helztu vínframleiðenda heims (2,8 miljónir tonna árið 1991).  Járn- og stáliðnaðurinn, aðallega í Bilbao, Santander, Oviedo og Avilés, framleiddi 12,7 miljónir tonna hrástáls og 5,6 miljónir tonna hrájárns árið 1991.

Orkuver.  Næstum helmingur rafmagns er framleiddur í hitaorkuverum, sem Brenna aðallega kolum eða olíu.  Vatnsorkuver framleiða u.þ.b. 17% og kjarnorkuver 35%.  Árið 1993 nam rafmagnsframleiðslan 43,8 miljónum kílóvatta, sem samsvarar 148 miljörðum kílóvattstunda.

Gjaldmilill og fjármálastarfsemi.  Gjaldmiðill Spánar er pesetinn, sem Spánarbanki (1829) gefur út.  Vítt og breitt um landið eru viðskiptabankar.  Aðalkauphallirnar eru í Madrid, Barcelona og Bilbao.

Utanlandsviðskipti.  Árið 1995 var verðmæti innflutnings í kringum 110 miljarðar US$ og útflutnings 85 miljarðar.  Helztu innflutningsvörur eru eldsneyti og olíur, vélbúnaður og flutningatæki, ýmis hráefni, iðnaðarvörur, matvæli, lifandi dýr og efnavara.  Helztu útflutningsvörur eru bifreiðar, járn og stál, vefnaðarvara og fatnaður.  Helztu viðskiptalöndin eru BNA, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Bretland og Portúgal.  Tekjur af ferðaþjónustu á tíunda áratugi 20. aldar voru að meðaltali 18 miljarðar US$ á ári, sem koma sér vel til að fylla upp í fjárlagagatið.

Flutningar.  Vegakerfi landsins var u.þ.b. 331,900 km langt og um það fóru 13,4 miljónir bifreiða árið 1993.  Járnbrautir voru þá 14.500 km langar, bæði einka- og ríkisreknar.  Árið 1992 var opnuð braut fyrir háhraðalestir milli Madrid og Sevilla.  Neðanjarðarlestir eru í borgunum Madrid (112 km), Barcelona (72 km) og Bilbao (26 km).  Flugfélagið Iberia er ríkisrekið og annast innanlands- og millilandaflut.  Árið 1993 taldi kaupskipaflotinn 1151 skip, alls 900.000 brúttótonn.

Fjarskipti.  Árið 1993 voru 14,2 miljónir sima í notkun, þar af 335.000 farsímar.  Sjónvarpstæki voru 19 miljónir og útvarpstæki 12 miljónir.  Aragrúi sjálfstæðra lands- og svæðaútvarpsstöðva og þrjár landssjónvarpsstöðva og tvær, sem senda út á tungumáli baska og katalónsku.  Þá voru gefin út 140 dagblöð í 4 miljónum eintaka alls.  Meðal helztu dagblaða landsins voru A.B.C. (Madrid) og La Vanguardia (Barcelona).  Árið 1994 voru rúmlega 57 þúsund bækur gefnar út í landinu.

Vinnuafl.  Árið 1995 taldi vinnuaflið 12 miljónir.  Í kringum 2,7 miljónir störfuðu í iðnaði, 1,3 miljónir í landbúnaði, timburiðnaði og fiskveiðum, 7,4 miljónir í þjónustustörfum og 1,4 miljónir í byggingariðnaði.  Atvinnuleysið nam allt að 15,5% árið 1995.  Árið 1993 voru 11% vinnuaflsins í verkalýðsfélögum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM