Ibiza Spánn,


IBIZA
BALEAREYJAR - SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ibiza er þriðja stærsta Baleareyjan.  Hún liggur 85 km suðvestan Mallorca og er 593 km².  Hún er prýdd fjölda aldingarða, víða skógi vaxin og hæsti punktur hennar er Atalayasa (476m).

Á suðausturströndinni er gamla höfuðborgin Ibiza, sem er eins og hringleikahús í laginu.  Flugvöllurinn er 8 km suðvestan hennar.  Höfn bæjarins er iðandi af lífi og það er gaman að kíkja á fiskihöfnina.  Gamli bæjarhlutinn, Dalt Vila,  liggur hærra en umhverfið og var víggirtur á 16. öld.  Dómkirkjan er frá 18. öld.  *Fornminjasafnið (Museo Arqueológico) státar af forsögulegum gripum af Vindmyllufjalli (Puig des Molins) en þar er uppgrafinn *grafreitur með rúmlega 5000 grafhýsum og leirmunum frá 5.-2. öld f.Kr.  Meðal forngripanna er brjóstmynd af karþagósku gyðjunni Tanit og gripir frá hellenskum og rómverskum tímum.  Á vesturströndinni eru baðstrendur við  Vigueretas og Playa d’en Bossa og beint á móti þeim við sömu vík er Talamanca.  Vinsælustu staðirnir meðal gesta eyjarinnar auk höfuðstaðarins eru San Antonio Abad, sem Rómverjar kölluðu Portus Magnus, og Santa Eulalia del Rio.
Mynd:  Ibizaborg.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM