La Palma Kanaríeyjar Spánn,


LA PALMA
KANARÍEYJAR - SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

La Palma (728 km²) er kölluð „Græna eyjan”.  Miðja hennar er Caldera de Taburiente, einhver stærsti gígur heims, sem var gerður að þjóðgarði.  Hann er vaxinn risavöxnum furutrjám.  Hæsti punktur eyjarinnar er Roque de los Muchachos (2423m).  Höfuðstaðurinn er Santa Cruz de la Palma, sem stendur við rætur fjallendis á austanverðri eyjunni við jaðar gígsins La Caldereta.  Hin fagra gatan Calle Real er aðalumferðaræðin og endar á torginu Plaza de España við ráðhúsið, sem er í endurreisnarstíl.  El Salvador kirkjan (1503) og náttúrugripasafnið eru áhugaverð.  Á vesturströndinni er miðstöð verzlunar og landbúnaðar, Los Llanos de Aridane, í hrífandi dalverpi. Í grenndinni er Tazacorte með lítilli höfn og baðströnd.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM