Sevilla Spánn,


SEVILLA
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sevilla, höfuđborg Andalúsíu og Sevillahérađs, er hafnarborg viđ Guadalquivir-ána á Suđur-Spáni.  Hún hefur hafskipahöfn, sem annast mikinn útflutning víns, ólífna, glóaldinna og málmgrýtis.  Iđnfyritćki borgarinnar framleiđa m.a. niđursođnar sjávarafurđir, áfenga drykki, járn, postulín og leirvöru, tóbak, vefnađarvöru, sápu og húsgögn.  Ferđaţjónusta er mikilvćgur atvinnuvegur.  Víđa er ađ finna kennileiti frá miđöldum í borginni, s.s. Alcázar konungshöllina, sem márar byggđu 1181.  Spor máranna er víđar ađ finna í ţröngum og hlykkjóttum götum, lágreistum, hvítum svalahúsum, sem umkringdu borgina, inngarđa, gosbrunna og leifar gamalla borgarmúra.

Stór gotnesk dómkirkja (1402-1519) stendur á grunni mosku og hýsir m.a. málverk El Greco, Murillo og Zurgarán.  Klukkuturninn, Giralda, sem er rúmlega 91 m hár, var fyrrum mínaretta moskunnar.  Sevillaháskóli (1502).  Skjalasafniđ Archivo de los Indios er stórt safn bóka, handrita og skjala međ sögu og stjórnsýslugögnum spćnska heimsveldisins í Latnesku-Ameríku, sem hefur veriđ hýst í Casa Lonja síđan 1785.

Borgin hét Hispalis, ţegar Júlíus Sesar lagđi hana undir sig áriđ 45 f.Kr.  Eftir 4. öld réđu vandalar, vísigotar og márar borginni.  Hún blómstrađi sem menningarmiđstöđ mára á tímabilinu 712-1248, ţegar Ferdinand III af Kastilíu og León náđi henni undir sig.  Verzlunarleiđin frá Latnesku-Ameríku, sem opnađist 1492, jók velferđ borgarbúa og verzlunin ţróađist hratt milli meginlandanna tveggja.  Á 17. og 18. öld var Sevilla orđin ađalmenningarmiđstöđ Spánar.  Spćnsk-Ameríska sýningin 1929 var haldin í Sevilla sem tákn um tengsl Spánar og Ameríku.  Heimssýningin Expo ’92 var opnuđ í apríl 1992.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1991 var tćplega 700 ţúsund.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM