Suðurskautslandið Suðurskautið,

 

  Hvað er klukkan? Leit í Britannica Vísindavefurinn


SUÐURSKAUTSLANDIÐ
.

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.


Tollfríðindi ferðamanna

Suðurskautslandið er fimmta stærsta heimsálfan og er að mestu þakin þykkum ísskildi í kringum Suðurpólinn.  Heildarflatarmál þessa kalda og syðsta meginlands er u.þ.b. 14,2 milljónir km².  Það er næstum kringlótt, nema að Suðurskautsskaginn teygist í átt að Suður-Ameríku.  Hafssvæðið á milli nyrzta odda skagans og syðsta odda S.-Ameríku er u.þ.b. 970 km breitt.  Einnnig skerast tveir meginflóar inn í Suðurskautslandið og raska hringlöguninni, Rosshaf og Weddellhaf.  Þessi inn- og útvöxtur meginlandsins gerir það nokkuð perulagað.  Austur- og vesturhlutar álfunnar eru greinilega aðskildir með hinum 3140 km langa fjallgarði „Transarctic Mountains”.  Austurhlutinn er háslétta þakin þykkum ísskildi en vesturhlutinn er að mestu eyjar, sem eru tengdar með ísnum.  Þegar talað er um austur- og vesturhluta, er átt við hlutana, sem hafa austlægar og vestlægar lengdargráður.

Íshella Suðurskautslandsins er eitthvað nálægt 30 milljónum rúmkílómetrar (Vatnajökull= 8200) og samsvarar u.þ.b. 90% af ísbirgðum jarðar.  Meðalþykkt íssins er 2 km og hlutar Ross- og Weddelhafs eru huldir fljótandi ís.  Ísinn, sem teygist á haf út er u.þ.b. 10% heildarmagnsins.  Árstíðaskipti eru óveruleg á Suðurskautslandinu, sem var íslaust mestan hluta þess tíma, sem það hefur verið til.

Sökum hins kalda loftslags og takmarkaðra íslausra svæða eru flóra og fána meginlandsins fátæklegar og takmarkast að mestu leyti við plöntur og dýr, sem löguð eru að aðstæðum.  Hafið umhverfis meginlandið er hins vegar iðandi af lífi.  Dregið hefur úr hval- og selveiðum og aðalauðlindirnar á meginlandinu eru vísindamenn, sem komast að margvíslegum niðurstöðum um umhverfismál í heiminum.  Þessar rannsóknir hófust í kjölfar Alþjóðlega jarðeðlisárinu 1957-58.  Í fyrstu eyddu viðkomandi þjóðlönd kröftum sínum í deilur um yfirráðarétt á Suðurheimskautinu en þær öldur lægði eftir að komizt var að samkomulagi og 12 þjóðir undirrituðu Suðurskautssamninginn 1959.  Hann kveður m.a. á um friðsamlega vísindalega nýtingu álfunnar.

Þrátt fyrir það, hve afskekkt og illaðgengileg þessi álfa er, hefur hún öll verið kortlögð og rannsökuð mismikið.  Stór, ísilögð svæði hafa verið könnuð með íssjám, þannig að landslagið undir ísnum hefur verið kortlagt.  Stormasöm og ísilögð hafssvæðin umhverfis álfuna gerðu veikbyggðum tréskipum næstum ókleift og hættulegt að nálgast of mikið til rannsókna.  Ríkjandi vestanvindurinn blæs óhindraður réttsælis kringum álfuna og veldur öflugum hafstraumum í sömu átt.  Fyrstu ferðirnar, sem voru farnar til þessara hafsvæða árið 1820 í leit að loðsel, leiddu til uppgötvunar álfunnar.  Núna eru ferðir á þessar slóðir miklu auðveldari og hættuminni með öflugri og sterkari skipum og flugvélum.  Margir ferðamenn hafa heimsótt Suðurheimskautið og líkur benda til, að ferðaþjónustan muni verða mun arðvænlegri en nýting jarðefna og sjávarfangs.

.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM