Aarau Sviss,
Flag of Switzerland


AARAU
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Aarau í Aargau í 388 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 18.000. Aarau er höfuðborg kantónunnar Argau síðan 1803.  Borgin er við suðurjaðar Jurabeltisins við ána Aare, sem rennur úr Grimselskarði um Interlaken og Bern.  Aarau er oft nefnd borg gafla og garða vegna síðgotneskra raðhúsa og skrautlegra forhliða húsa í barokstíl.  Iðnaður er mikill:  Tækjasmíði, járn- og stálverksmiðjur, optískur iðnaður, klukkusteypa o.fl.

Kyburg-ættin stofnaði Aarau árið 1240.  Bærinn féll fljótt í hendur Habsborgara en komst undir Bern árið 1415.  Aarau var höfuðborg Sviss um hálfs árs skeið árið 1798.  Á 18. öld var bærinn sameiginlegur hátíðarstaður íbúa Turner, Schützen og Sänger.  Í hæðunum norðaustan Aarau er höll Habsborgara (1020; Schloß Habsburg).

Mynd:  Höll Habsborgara.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM