Engelberg Sviss,
Flag of Switzerland


ENGELBERG
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Engelberg, í kantónunni Obwalden, er í 1050 m hæð yfir sjó og íbúafjöldinn er u.þ.b. 3.400.  Síðan 1815 tilheyrir hið skrautlega klausturþorp og ferðamannastaður hálfkantónunni Obwalden.  Þar eru margar svif- og togbrautir upp um öll fjöll.  Fallegt og stórt göngusvæði.  Árið 1120 var stofnað Benediktínaklaustur í Engelberg.  Ábóti þess var þá um tíma þjóðhöfðingi í frjálsu ríki.  Árið 1798 varð þorpið frjálst og sjálfstætt en síðan hluti af kantónunni.

Upplagt er að fara í svifbraut upp á Titlis (3.239 m; ca Sfr. 40.-).  Uppi er veitingahús með sjálfsafgreiðslu.  Ágætis dagsferð frá Luzern og Interlaken með lest eða rútu. (fór með Böðvari Péturssyni og Halldóri slökkviliðsmanni á Keflavíkurflugvelli þangað í Alparútu II 1989).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM