Karlovy Vary Tékkland,
Flag of Czech Republic


KARLOVY VARY
TÉKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Karlovy Vary (Karlsbad) er borg við Ohre-ána í norðvestanverðu Tékklandi.  Hún er laðar til sín fjölda ferðamanna vegna heilsulinda, sem talið er að Karl IV, keisari hins heilaga rómanska keisardæmis, hafi fundið árið 1347.  Hún fékk borgarréttindi 1370, þegar hún hét Vary.  Nafninu Karlovy var bætt við síðar til heiðurs keisaranum.  Talsverður iðnaður er tengdur vinnslu steinsalts, áfyllingu lindarvatns til útflutnings og framleiðslu leiðurvöru og muna úr leir og postulíni.

Árið 1819 voru svokölluð Karlsbad-lög samin í borginni.  Þeim var ætlað að koma í veg fyrir frjálsræðishreyfingar og hugsjónir í austurísk-ungverska keisaradæminu og þýzkumælandi ríkjum eftir morð þýzka andfrjálræðissinnans og leikritaskáldsins August von Kotsebue, sem Karl Ludwig Sand réði af dögum.  Áætlaður íbúaföldi 1989 var rúmlega 58 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM