Regensburg Þýskaland,
Flag of Germany


REGENSBURG
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Regensburg í Bæjaralandi er í 333 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 128.000.  Borgin er við Dóná á efsta skipgenga stað.  Höfn og farþegaflutningar til Valhalla og Passau.  *Borgarmyndin er fögur, í sama flokki og Nürnberg og Augsburg.  Hús frá 13. og 14. öld (Patrizier-hús; hvergi til annars staðar norðan Alpafjalla).  Rafeinda-, efna-, fata-, sykur-, teppa- og bjóriðnaður.

Regensburg var fyrst keltnesk byggð, sem var kölluð 'Radasbona'.  Árið 77 e.Kr. var þar rómversk herstöð, sem Markús Árelíus keisari stækkaði árið 179 og nefndi 'Castra Regina'.  Þar ríkti mikil velmegun í tengslum við viðskipti við Feneyjar um Brennerskarðið fram á 14. öld en þá urðu Nürnberg og Augsburg keppinautar Regensburg.  Siðbótin var meðtekin árið 1542.  Árin 1663-1896 var borgin samkomustaður fyrsta þýzka þingsins.  Napóleon kom þangað árið 1809.  Síðan 1810 hefur borgin verið hluti af Bæjaralandi.  Regensburg var hlíft við loftárásum í síðari heimsstyrjöldinni, aðeins Obermünster kirkjan skemmdist.  *Bezta útsýni yfir Regensburg er af hinni 310 m löngu Steinerne Brücke.

*Dómkirkjan frá 13.-16. öld er eitt helzta gotneska mannvirki Bæjaralands.

*Benediktínaklaustrið St. Emmeram frá stendur á rúsum rómverskrar byggðar.  Núverandi kirkja var byggð á árunum 1170-1731 en hluti hennar er frá 8. öld.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM