Adana Tyrkland,
Flag of Turkey


ADANA
TYRKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Adana (hét Seyhan) er borg í Suður-Tyrklandi, höfuðborg samnefnds héraðs við ána Seyhan við Miðjarðarhafið.  Hún er markaðs- og dreifingarmiðstöð fyrir landbúnaðarsvæði, þar sem er ræktuð baðmull, hveiti, bygg, vínber, sítrusávextir, ólífur og tóbak.  Iðnaður borgarinnar byggist á vefnaði, litun og vinnslu ullar og matvæla.  Meðal áhugaverðra staða eru stór steinbrú, sem var byggð að hluta á dögum Justinians I, keisara Býzantíums á 6. öld, og rústir kastala frá 782.

Rómverski herstjórinn Pompeius stofnaði borgina líklega árið 63 f.Kr.  Næstu aldirnar var hún áingarstaður rómverskra herdeilda á leiðinni austur.  Eftir hrun Rómarveldis minnkaði vegur Adana (476) en á 8. öld endurbyggði Harun ar-Rashid, kalífi í Bagdad, hana.  Egyptar réðu henni frá 1832-40, þegar Tyrkir náðu henni aftur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var rúmlega 1 miljón.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM