Ankara Tyrkland,
Flag of Turkey


Listasafnið.


ANKARA
TYRKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Ankara er höfuðborg Tyrklands og samnefnds héraðs.  Hún er að mestu stjórnarsetur og íbúðabyggð en lítil iðnfyrirtæki framleiða teppi, leðurvörur, vín, landbúnaðartæki og sement.  Hún er einnig mikilvæg markaðsmiðstöð og þar fer einnig fram vinnsla ullar af angórageitum, gæðaávaxta og hveitis.

Ankara er borg andstæðna.  Gamli borgarhlutinn var byggður umhverfis rústir gamals kastala.  Þar eru þröngar og bugðóttar götur og þéttbyggð hús.  Yngri borgarhlutinn, sem var skipulagður 1928, er rúmbetri með breiðgötum, bókasöfnum, söfnum, sendiráðum, opinberum byggingum, tízkubúðum og hótelum.  Í Anatólíu-menningarsafninu er stórt safn minja frá hittítum.  Ankara hefur verið miðstöð verzlunar frá fornu fari.  Hittítar réðu þessu svæði í kringum 2000 f.Kr., þar til frígíumenn náðu því í kringum 1000 f.Kr.  Alexander mikli náði borginni árið 333 f.Kr.  Að honum látnum gerðu Gallar hana að höfuðborg sinni.  Nafn hennar var Ancyra, þegar Rómverjar lögðu hana undir sig árið 189 f.Kr. og árið 25 f.Kr. varð hún höfuðborg héraðsins Galatia Prima.  Síðar varð hún mikilvæg borg í býzantíska keisaradæminu en svo náðu Persar yfirráðunum og enn síðar arabar, seldjukar og krossfararnir.  Seldjukar nefndu hana Angora.  Tyrkir (Ottómanar) náðu henni árið 1360.  Mongólar réðu henni um Skamma hríð í kringum 1402 en Ottómanar náðu henni aftur ári síðar.  Árið 1923, eftir stofnun lýðveldisins Tyrklands, tók Angora við hlutverki Istanbul sem höfuðborg.  Nafni hennar var breytt í Ankara árið 1930.  Fjöldi rústa fornra bygginga standa enn þá í borginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var rúmlega 2,7 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM