Ciudad Guayana Venesúela,
Flag of Venezuela


CIUDAD GUAYANA
VENESÚELA

.

.

Utanríkisrnt.

Ciudad Cuayana (áður Santo Tomé De Guayana) er hafnar- og iðnaðarborg í norðausturhluta Bolívar-héraðs við ármót Caroní- og Orinoco-ánna á guiana-hálendinu.  Hún fékk nafn sitt frá Guiana (Guyana)-svæðinu, sem er hið hefðbundna nafn Bolívar-héraðs.  Ríkis- eða héraðsráðið stofnaði borgina árið 1961 með sameiningu Puerto Ordaz (í miðju; 67 km austan Siudad Bolívar), San Félix (höfn við Caroní-ána), Matanzas (stálframleiðsla), Caruachi, Castillito (járnsvæðið = El Pao, Cerro Bolívar, San Isidro, Palúa og Ciudad Piar), El Callao gullnámanna og stíflna og vatnsorkuvera við árnar Macagua og Guri.

Landkönnuðurinn Diego de Ordaz (1532) helgaði fyrstur Spáni þennan landshluta.  Fyrsta byggðin, Santo Tomé de Guayana, var stofnuð 1576 á Chirica-sléttunni, þar sem þjóðfrelsisherinn sigraði spænsku konungssinnana í orrustunni við San Félix 1817.

Borgarskipulagið hljóðaði upp á skiptingu í hverfi með íbúðum, afþreyingarsvæðum, viðskiptum og iðnaði og möguleikum til frekari stækkunar innan hringlaga svæðis með 160 km radius auk 223 hektara svæðis milli stíflunnar við stóru fossanna í Caroní og Macagua-stíflunnar, sem skyldi gera að þjóðgarði.  Angostura-brúin (1967) yfir Orinoco-ána við Ciudad Bolívar, 108 km vestan Ciudad Guayana, er mikilvægur hlekkur í samgöngukerfinu til annarra hluta landsins.  Talsvert skógarhögg og timburvinnsla er í borginni auk pappírsvinnslu, múrsteinagerðar og demantanáms.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 537 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM