Córdoba Venesúela,
Flag of Venezuela


CÓRDOBA
VENESÚELA

.

.

Utanríkisrnt.

Córdoba er höfuðborg Córdoba-héraðs við ána Río primero.  Hún er mikilvæg samgöngumiðstöð járnbrauta og miðstöð iðnaðar auk mikilla viðskipta með nautakjöt, ull, ávexti og grænmeti.  Þarna eru líka flugvélaverksmiðjur ríkisins, nokkrar verksmiðjur, sem framleiða bílahluta, hveitimyllur og plast- og byggingavöruverksmiðjur.  Þarna er einnig Córdobaháskóli, sem jésúítar stofnuðu 1613, listaskóli, stjörnuathugunarstöð og veðurstofa landsins.

Borgin og umhverfi hennar eru vinsæl meðal sumardvalargesta vegna hins fagra umhverfis.  Spánverjinn Jerónimo Luis de Cabrera stofnaði borgina 1573 og hún var löngum mikið menntasetur og miðstöð andlegra iðkana.  Um tveggja alda skeið var hún miðstöð starfsemi jesúíta í Suður-Ameríku og einnig höfuðborg spænska nýlenduhéraðsins Tucumán.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 1,2 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM