La Guaira Venesúela,
Flag of Venezuela


LA GUAIRA
VENESÚELA

.

.

Utanríkisrnt.

La Guaira er ein stærsta hafnarborg Venesúela í höfuðborgarhéraðinu við Karíbahaf.  Hún er á mjórri strandlengju við rætur strandfjallanna.  Hún var stofnuð árið 1577 en heitt og rakt loftslag og ónógt landrými hindraði, að hún gæti stækkað og dafnað sem skyldi.  Nútímavæðing hafnaraðstöðunnar, uppbygging aðstöðu fyrir ferðamenn með ströndinni og bygging flugvallar við Maiquetía efldi efnahag borgarinnar mjög.  Mestur hluti út- og innflutnings landsins fer um höfn borgarinnar.  Borgin er 32 km frá Caracas um hraðbraut.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 27 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM