Maracaibo Venesúela,
Flag of Venezuela


MARACAIBO
VENESÚELA

.

.

Utanríkisrnt.

Maracaibo er höfuðborg Zulia-héraðs og aðalhafnarborg olíusvæðanna í Maracaibo-lægðinni.  Hún er á vesturbakka skurðarins, sem tengir Maracaibo-vatnið við Venesúelaflóa við Karíbahaf.  Um höfnina fer mikið af olíu og olíuvörum, matvara, vefnaðarvara og byggingarefni.  Umhverfis miðborgina eru mörg stór fátækrahverfi (barrios).  Zuliaháskólinn var stofnaður 1891 og Rafael Urdaneta-háskólinn 1973.  Þarna er einnig hersögusafn.

Við stofnun borgarinnar 1571 hét hún Nueva Zamora.  Enn þá stendur hluti upprunalegra bygginga frá nýlendutímanum.  Borgin dafnaði mjög á 17. öld, þrátt fyrir margar árásir sjóræningja, en svo hallaði undan fæti þar til olían fannst 1917.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 1,2 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM