Vietnam íbúarnir,
Flag of Vietnam


VIETNAM
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Íbúarnir:  Kihn-víetnamar (84%).  Minnihlutahópar:  Tælendingar, Khmerar og kínverjar.  Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 61 milljón (2000).  Fjölgun á ári er u.þ.b. 2,8%.  Lífslíkur eru 64 ár.  Vinnuaflið er nálægt 26 milljónum, þar af starfa 70% við landbúnað.  Víetnam er næstfjölbýlasta ríki Suðaustur-Asíu á eftir Indónesíu.  Þar búa að meðaltali 182 íbúar á km² og íbúafjölgun er u.þ.b. 3% á ári.  Nálega fimmtungur íbúanna býr í borgum og bæjum.  40% þeirra eru undir 17 ára aldri og 84% þeirra eru Víetnamar.  Aðrir fjölmennir þjóðfélagshópar eru Tælendingar, khmerar, muong, cham, nung og kínverjar.  Eftir að kommúnistar náðu öllu landinu undir sig var hafizt handa um uppbyggingu menntakerfisins.  Samt er ólæsi enn þá nálægt 13% í landinu.

Tungumál: 
Þjóðtungan er víetnamska (annamitíska) með ýmsum mállýzkum.  Minnihlutahópur talar kínversku.  Helztu erlend tungumál eru franska og enska (einkum í suðurhlutanum).

Borgir:  Hanoi (höfuðborg, Ho-Chi-Minhborg (Saigon), Haiphong, Da Nang, Nha Trang, Qui Nhon, Hue , Can Tho.

Trúarbrögð:  Buddhatrú (55%) og taóismi eru langútrbreiddustu trúarbrögðin, þótt landið eigi að heita trúarbragðalaust.  Katólskir telja u.þ.b. 7% íbúanna og Cao Dai 3%.

Menntun:  87,6% þjóðarinnar voru læs árið 1990.  Skólaskylda 6-11 ára.  Sex háskólar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM