Erítrea,
Flag of Eritrea

ASMARA
ASSEB
MASSAWA SAHARA Meira

ERITREA

Map of Eritrea
.

.

Utanríkisrnt.

 

Eritrea er ríki á Horn Afríku við Rauðahafið, 117.400 km² að flatarmáli að nokkrum eyjum í Rauðahafi meðtöldum.  Strandlengja þess er u.þ.b. 1000 km löng frá Kasarhöfða í norðri að Mandebsundi, sem skilur Rauðahafið frá Adenflóa, í suðri.  Það á landamæri að Súdan í norðvestri, Eþíópíu í suðri og Djibouti í suðaustri. 

Höfuðborgin, sem er jafnframt stærsta borg landsins, er Asmara (Asmera).  Lega landsins við Rauðahafið hefur löngum verið mikilvæg fyrir sögu þess og menningu.

Nafn landsins er runnið frá ítölsku og latínu, Mare Erythraeum, sem þýðir Rauðahaf.  Rauðahafið var samgönguleiðin, sem bæði kristni og islam bárust um og skutu djúpum rótum meðal íbúanna.  Tyrkir, Egyptar og Ítalar lögðu áherzlu á að koma sér vel fyrir á strönd Eritreu til að auka áhrif sín í verzlun og viðskiptum. Þessar hafnir opnuðu leiðir að gullnámum, kaffiekrum og svartri þrælasölu.  Um miðbik 20. aldar afréðu Eritreumenn að losa sig undan yfirráðum Eþíópíumanna og stofnuðu sitt eigið ríki opinberlega árið 1993 eftir næstum þriggja áratuga sjálfstæðisstríð.

Á þessu tímabili óx þjóðernisvitund og samheldni Eritreumanna, sem horfðust í augu við allt önnur vandamál að stríðinu loknu.  Þá komu upp mál, sem varða mismunandi kynþætti og trúarbrögð og þarf að leysa til að hægt sé að beina kröftunum að útrýmingu fátæktar og hörmunga, sem stríðið, þurrkar og áralöng vanræksla hefur valdið.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM