Lesótó,

MASERU     Meira

LESÓTÓ

Map of Lesotho
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lesótó (áður Basútóland) er sjálfstætt konungsríki í Suður-Afríku, 30.355 km² að flatarmáli og umlukið héruðunum KwaZulu-Natal, Free State og Eastern Cape í ríkinu Suður-Afríku.  Þessu landi er líkt farið og Páfastóli og San Marínó, sem eru bæði umlukt sama landi, Ítalíu, sem þau verða að treysta á til að halda sambandi við umheiminn.  Lesótó er að flestu leyti bjargarlaust land, sem á mikilu meira undir Suður-Afríku komið.  Rúmlega helmingur vinnuafls landsins hefur orðið að reiða sig á störf í Suður-Afríku í meira en heila öld.  Lesótó er í Brezka samveldinu og OAU og tók þátt í Loméráðstefnunni.

Áður en landið fékk sjálfstæði 1966 var það eitt þriggja svæða undir stjórn brezka æðstaráðsins.  Hin tvö voru Bechuanaland (Botswana) og Swaziland.  Höfuðborg og eina borg Lesótó er Maseru. Tveir þriðjungar landsins eru fjöllóttir.  Hæsti tindur landsins er Ntlenyana (3482m).

Drakensberg-fjallgarðurinn myndar austurlandamærin við KwaZulu-Natal.  Maloti-fjallaraninn liggur í norður-suður stefnu og sameinast aðalfjallgarðinum í norðri og myndar hásléttu, sem er 2700-3200 metrum yfir sjávarmáli.  Upptök tveggja stærstu áa Suður-Afríku eru á þessari hásléttu, Tungela streymir til austurs og Orange til vesturs.  Öldóttar vesturhlíðar hásléttunnar ná niður í 1800-2100 m.y.s. að landamærunum við Free State í 1500-1800 m.y.s.  Jarðvegurinn í fjalllendinu er basískur, þunnur en frjósamur.  Á láglendinu er að mestu sandsteinn.  Mikil jarðvegseyðing hefur skilið stór svæði eftir gróðurlaus.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM