Lesótó meira,

ÍBÚARNIR SAGAN   TÖLFRÆÐI

LESÓTÓ
MEIRA

Map of Lesotho
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Úrkoman, sem berst með ríkjandi vindum milli október og apríl, er mismikil.  Árleg meðalúrkoma er í kringum 710 mm, meiri austast en minnkar til vesturs.  Haglél á sumrin eru algeng.  Þurrkar eru fátíðir, en afleiðingar þeirra eru ógnvænlegar.  Meðalárshiti á láglendi er 32°C á sumirin en 20°C á veturna.  Á hærri svæðum er hitamunur meiri og til fjalla hafa mælzt –18°C.  Víða fer hiti niður fyrir frostmark á veturna og Malotifjöll eru venjulega snævi þakin.

Ofbeit, ofnýting og jarðvegseyðing hafa breytt og skaðað graslendi, stararflóa og runnalendi.  Meðal náttúrulegra trjátegunda eru höfðavíðir og villt ólífutré.  Villivíðir og hvítösp hafa verið gróðursett.  Áætlanir um skógrækt hafa verið reyndar án mikils árangurs.  Víða vaxa margar tegundir aloe-kaktuss, þó aðallega á svölum og rökum svæðum.

Sehlabathebe-þjóðgarðurinn er á suðausturhálendinu í grennd við Qacha’s Nek.  Þar hafast við margar fuglategundir eins og ránfuglar og spendýr (fjalladádýr, hlébarðar).  Veiðar og skógarhögg hafa að mestu útrýmt stórum spendýrum.  Litlar antilópur og hérar finnast enn þá.  Lesótó er síðasta hæli skegggammsins.  Í sumum ám er gulfiskur og hinn sjaldæfi „maloti minnow” auk urriða, sem hefur verið sleppt.

Andstæðurnar í pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði landsins koma fram í menningarlífi landsmanna.  Hugur hins venjulega Sótómanns stendur til viðhalds hins hefðbundna heimilis í sveitinni og siðum, þrátt fyrir stöðuga útþenslu þéttbýlis, nýrra siða og stofnana og skriffinnsku.  Fólkið heldur tryggð við gamla höfðingjaveldið, þótt heimsbyggðin sé andsnúin því.  Manndómsvígslur eru enn stundaðar, þótt þær hafi breytzt í tímans rás og mikilvægi þeirra minnki.

Hefðir og siðir bundnir arfleifð Msheweshwe, stofnanda þjóðarinnar, eru enn í hávegum hafðir og fólkið er stolt af andspyrnusögu landsins, hlutverki Sótómanna í uppbyggingu nútíma-Suður-Afríku og árangri rithöfunda eins og Thomas Mofolo og tónskálda eins og Joshua Pulumo Mohapeloa.  Dagblaðið Leselinyana la Lesotho hefur verið gefið út í rúmlega öld og prentsmiðjur trúboðsstöðva hafa lagt sín lóð á vogarskálar trúar og menntunar í Suður-Afríku.

Þorpslífið einkennist af undirstöðuvinnu í landbúnaði, sem konur annast að mestu.  Handverk er enn þá stundað (leirílát, tága- og strávefnaður; Sótóhattar) og húsveggir eru víða fagurlega skreyttir.  Smalar leika enn þá á gamla hljóðfærið letsiba og dansar (gúmmíbátadansinn og lefela) sýna áhrifin frá farandverkamanna á hefðbundna menningarlega tjáningu.

Lífið í þéttbýlinu er innlend og vestræn menningarblanda.  Í Maseru eru verzlanir og markaðir, sem falbjóða handverk og vörur frá ýmsum héruðum, nútímahótel, veitingastaðir og næturklúbbar.  Margir þeirra voru brenndir til grunna eða eyðilagðir í kjölfar almennra kosninga árið 1998.  Maseru er vel í sveit sett fyrir þá, sem hyggjast ferðast fótgangandi eða ríðandi til hálendissvæðanna.

Íþróttir eru mjög vinsælar, þrátt fyrir lágar tekjur fólksins.  Knattspyrna er útbreiddasta íþróttin.  Flestir góðir leikmenn í knattspyrnu hasla sér völl í Suður-Afríku til að afla meiri tekna.  Júdó, hnefaleikar og langhlaup eru einnig vinsælar greinar.  Veðreiðar eru mikið stundaðar í sveitinni.

Sjónvarp og útvarp hafa valdið byltingu í fjarskiptum, þar sem hægt er að nema sendingar frá stöðvum í Suður-Afríku og BBC rekur útvarpsstöð í landinu auk Ríkisútvarpsins og tveggja annarra einkastöðva og sjónvarpsstöðvar.  Dagblaðið Þjóðin, kom fyrst út 1985.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM