Kambódía,
Flag of Cambodia

MONSÚN
MISSERISVINDAR

PHNOM PENH ANGKOR   Meira

KAMBÓDÍA

Map of Cambodia
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn:  Roat Kampuchea (Kambódíuríki).  Fyrrum hét landið „Lýðveldi Kmera” og Kambódía.  Kambódía er aðili að Sameinuðu þjóðunum.  Heildarflatarmál landsins er 181.035 km² (69.898 mílur²).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 8.780.000.  Höfuðborgin er Phnom Penh (900.000) og aðrar stórar borgir eru: Battambang (45.000) og Kampong Chan (32.000; áætlun frá 1987).  Lungi þjóðarinnar er búddatrúar.  Menntun:  87,5% landsmanna eru læsir (áætl. 1991).  Skólaskylda 5-14 árar.  Einn háskóli.  Hermál:  Samkv. tölum frá 1991 eru 112.000 manns í hernum.  Þar að auki eru 12.000 manns í KPNLF og 17.000 manns eru í þjóðarher Sihanouks prins.  Herskylda er 5 ár.

Ríkisstjórn.  Árið 1993 voru haldnar fjölflokka kosningar í landinu undir alþjóðlegu eftirliti.  Kosið var á 123 manna þing, sem á meðal annars að semja nýja stjórnarskrá.  Fram að því fékk stjórn landsins stuðning Sameinuðu þjóðanna.  12 manna þjóðarráð annaðist stjórn landsins.  Tveir fulltrúar kmera sögðu sig úr ráðinu og síðan hafa ráðsmenn verið 10.  Aðalstjórnmálaflokkar eru „konungssinnar”, Funchinpec, hin vinstrisinnaða þjóðfrelsishreyfing kmera, fyrrum kommúnistaflokkurinn, sem nú heitir Alþýðuflokkur og flokkur kmera, lýðveldisflokkur Kambódíu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM