Bahamaeyjar meira,

Booking.com

ÍBÚARNIR
SAGAN
STJÓRNSÝSLA SAMGÖNGUR NÁTTÚRAN

BAHAMAEYJAR
MEIRA

Map of Bahamas, The
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Bahamaeyjar eru u.þ.b. 700 að tölu, stórar og smáar, auk 2.400 hólma, skerja og kóralrifja.  Lega eyjaklasans er á milli 20°50' og 27°25' N og 72°37' og 80°32' V.  Fjarlægð frá ströndum Flórída er 80 km og lengd svæðisins, sem eyjarnar liggja á er u.þ.b. 1.200 km frá nv til sa.  Þær eru mjög láglendar og flatar, hæsti punktur liggur 53 m.y.s. á Cat Island.  Stærsta eyjan er Andros, 5.955 km², en sú minnsta er Spanish Wells, 1,3 km².  New Providence með höfuðborginni Nassau er meðal minni eyjanna, 207 km².  Aðeins 35 eyjar eru byggðar.

Bahamaeyjar hafa sjóher, sem annast landhelgisgæzlu á hafsvæðinu umhverfis þær.  Hann ræður yfir 3 hraðskreiðum skipum á djúpsævi og 12 minni auk fleiri hraðskreiðra báta fyrir grunnsævi.  Hann á líka 2 tveggja hreyfla Cessnaflugvélar.  Helzta viðfangsefnið er að hindra eiturlyfjasmygl og aðstreymi ólöglegra innflytjenda, m.a. frá Haîti.   Fjöldi hermanna árið 1994 var 830 í herstöðinni Coral Harbour á New Providence.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM