Alabama BNA USA,

MONTGOMERY
HUNTSVILLE
MOBILE BIRMINGHAM Meira

ALABAMA
BNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Alabama er í suðaustanverðum BNA og liggur að Tennessee í norðri, Georgia í austri, Mississippi í vestri og Florida og Mexíkóflóa í suðri.  Fylkið er oft kallað „Baðmullarfylkið” eða „Hjarta Dixie”.  Það varð 22. fylki BNA 14. desember 1819.  Árið 1861 var það meðal stofnenda Suðurríkjanna í borgarastyrjöldinni. 

Efnahagur fylkisins byggðist að langmestu á landbúnaði (baðmull, korn, jarðhnetur, kvikfé) en í kringum 1990 var vaxinn upp iðnaður (járn, stál, timbur, pappír, vefnaður, matvæli, efnaiðnaður) og ýmsar þjónustugreinar, sem eru veigameiri.  Talsvert er um skógarhögg og orkuvinnslu (Tennesee Valley Authority).  Nafnið er dregið af Alabamaánni, sem var nefnd eftir Alabama- eða Alibamon-fólkinu, sem var hluti Creek-bandalagsins.  Það er úr choctow-máli og þýðir að ryðja skóg til að rækta land. Flatarmál Alabama er 135.775 km² og Íbúafjöldinn 1990 var u.þ.b. 4,1 milljón (26% negrar).  Aðalborgirnar eru Montgomery (höfuðborgin), Birmingham, Mobile og Huntsville.


Meðal áhugaverðra staða í fylkinu er Sheaha þjóðgarðurinn í grennd við Anniston.  Þar rísa Cheaha-fjöll hæst í fylkinu.  Horseshoe Bend herþjóðgarðurinn nærri Alexander City, þar sem Andrew Jackson vann sigur á creek-indíánunum 1814.  Þar að auki eru margir sögulegir staðir tengdir borgarastyrjöldinni, t.d. Fort Morgan og Fort Gaines við Mobileflóa.  Fyrsta Hvíta húsið í Suðurríkjunum, í Montgomery, hýsir sýningar persónulegra húsmuna Jefferson Davis.  Minnismerkið um mannréttindi í Montgomery var reist til heiðurs 40 manns, sem létu lífið í jafnréttisbaráttunni á árunum 1954-1968.

Jarðefni eru m.a. báxít, kol og olía. 

Ferðaþjónusta er mest við Mexíkóflóann.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM