New Orleans Louisiana Bandaríkin,
Flag of United States

SAGAN SKOÐUNARVERT    

NEW ORLEANS
LOUISIANA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

New Orleans í Louisiana er í 0-3 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 560.000 (45% negrar).  Í Stór-Orleans býr rúmlega ein milljón manns.  Íbúarnir eru af frönsku, spænsku, ítölsku, írsku og þýzku bergi brotnir.  New Orleans er stærsta borg Louisiana og fjármála- og viðskiptamiðstöð ríkisins og næstmikilvægasta höfn BNA á eftir New York.  New Orleans er á 30°N (líkt og Kaíró) við Missi-sippi, 170 km norðan árósanna við Mexíkóflóa.  Hafnarsvæði borgarinnar er 20 km langt.

Loftslagið er heitt og rakt á sumrin (meðalhiti í júlí 28°C, mestur 39°C) og talsvert rignir frá marz til september (ársmeðaltal 1.522 mm).  Vetur eru mildir (13°C; hefur komizt niður í mínus 3,8°C).  Haustin geta verið stormasöm.

Aðallhluti borgarinnar, þar með talinn elzti hlutinn, Vieux Carré, með svalahúsum, er á vinstri bakka fljótsins, sem er þar 400-800 m breið.  Fáar aðrar borgir BNA hafa fjölskrúðugra mannlíf og hátíðir (Mardi Gras), sem draga til sín fjölda ferðamanna.

New Orleans stendur við bugðu í ánni og er þess vegna oft nefnd „Crescent City eða Hálfmánaborg”.  Stór hluti hennar er undir flóðmörkum og er skýlt með 10 km löngum og 4,5 m breiðum flóðgarði (Levée).  Sá hluti hennar, sem teygist norður að Pontchartrainvatni, var áður óbyggilegur að 3/4 hlutum vegna mýrlendis, sem olli gulu- og malaríusýkingum.  Mýrin var sundur skorin af vatnsrásum (Bayous), sem tryggðu að vatna rynni frá henni.  Síðar voru grafin ræsi til að þurrka svæðið og flestar gömlu vatnsrásirnar fylltar.  Þær, sem eru ófylltar, eru notaðar til bátsferða. 

Nokkrir stóru skurðanna, Gulf Tidewater Channel (120 km langur), Inner Harbor Navigation Canal og Gulf Intracoastal Waterway, hafa mikla þýðingu fyrir skipasamgöngur.  fyrrum voru siglingar og skipasmíði höfuðatvinnuvegir borgarinnar, en nú hafa bætzt við baðmull, hrísgrjón, sykurreyr, timbur og fiskveiðar.  Olíulindir úti í og meðfram Mexíkóflóa hafa líka valdið byltingu og gert New Orleans að einum mesta olíuframleiðanda BNA (margar olíuhreinsunarstöðvar).  Ferðaþjónustan er drjúg tekjulind.  Iðnaður byggist að mestu á framleiðslu matvæla, fatnaðar, efnavöru, raftækja o.fl.

Forsaga New Orleans er frönsk og þess vegna var hlutverk leikhúsa og ópera stórt.  Um aldamótin 1900 fæddist jassinn í borginni.  Kreólska matargerðin er víðfræg, einkum fjölbreyttir fiskréttir.  þrír stórir og þrír minni háskólar, sem eru einkum ætlaðir þeldökkum.  Þessir háskólar og ýmiss konar rannnsóknarstofnanir gera New Orleans að þýðingarmikilli mennta- og vísindaborg.  Nýtt borgarskipulag með háhýsum og nýrri menningarstofnun mun breyta útliti borgarinnar á næstu árum.  Heimssýning var haldin þar árið 1994.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM