New York fylki meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

NEW YORK FYLKI
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Albany (110þ).  Aðrar helztu borgir:  New York, Buffalo og Rochester.

Það er fremsta iðnríki BNA:  Bókaútgáfa, prentun, pappír, tæki, elektróník, fatnaður, matvæli, efnaverksmiðjur o.fl.

Háþróaður landbúnaður:  Mjólk, smári, korn, ávextir (epli, vínber), grænmeti og fuglakjöt.  Jarðefni:  Salt, talk, títan, olía.

Mikil ferðaþjónusta.

Alexandría Bay
við mynni St. Lorenzár, sem rennur úr Ontaríóvatni.  Clayton er á heilsubótarsvæðinu Thousand Islands.

Ausable Chasm er 6-15 m breið og allt að 61 m djúp gjá, sem Ausableáin steypist um til Champlainvatns.

Binghamton.  Þar eru framleiddar myndavélar og tilheyrandi auk alls konar fínsmíði.  Borgin er við ármót Susquehanna- og Chenangoánna.

Cooperstown er við suðurenda Otsegovatns.  William Cooper, faðir James Fenimore rithöfundar,  stofnaði bæinn árið 1786.  þar er Fenimorehúsið, Bændasafnið (sveitalíf frá 1785-1860).  Safn til heiðurs hafnarboltaíþróttinni (National Baseball Hall of Fame).

Corning
.  Ýmiss konar framleiðsla, þ.á.m. gler (prismar) í optísk tæki.

Elmira.  Þar dvaldi Mark Twain á námsárunum í Elmiraháskólanum.  Gröf hans er í Woodlawn kirkjugarðinum.

Hyde Park er bær á austurbakka Hudsonárinnar.  Þar er fæðingarhús Franklins D. Roosevelts (safn og bókasafn) og grafir hans og konu hans, Anna Eleanor.  *Vanderbiltsetrið (1898).

Ithaca er falleg smáborg við suðurenda Cayugavatns.  Fallegar gjár, sem aðrennsli vatnsins hafa grafið.  Þarna er Cornellháskólinn (st. 1865).

Letchworth State Park.  Þar er u.þ.b. 183 m djúpt gljúfur Geneseeárinnar með áhugaverðri járnbrautarbrú.

Long Island
er 193 km löng eyjar með suðvest-norðaustlæga stefnu austan New Yorkborgar.  Þar eru hvítar sandstrendur, skjólgóðar hafnir og mörg velvarðveitt hús frá nýlendutímanum, s.s. í East Hampton (vindmyllur), Southampton (bílasafn), Sag Harbor (hvalveiðisafn), Port Jefferson, Stony Brook (fyrrum skipasmíðar; hestvagnasafn) og Huntington (Walt Whitmanhúsið), Great Neck (sjómannaskóli) og Oyster Bay (Sagamore Hill National Historic Site; fyrrum sumarbústað Theodores Roosewelts.  Gröf hans í kirkjugarðinum).  Eiðið Fire Island Natural Seashore er náttúruverndarsvæði sunnan Long Island.

Middletown (Empire State járnbrautasafnið).

Oswego er hafnarborg við Ontaríóvatn.  Ontaríóvirkið (1755) stendur ofan borgarinnar.
Palmyra.  Þar stofnaði Joseph Smith trúarflokk mormóna 1823 (Mormon Historic Site;  Á Cumorah-hólnum stendur mormónaminnismerkið, þar sem sagt er að mormónabókin hafi fundizt á gulltöflum).  Þar er líka heimili Josephs Smith.

Poughkeesie.  Þar er hinn kunni Vassarháskóli (st. 1861).

Rhinebeck er þorp með flugvélasafni (model frá 1900-1937).

Rome er borg með endurbyggðu Stanwixvirkinu frá 1758, þar sem stjörnufáninn var dreginn að húni í sjálfstæðisbaráttunni (safn).  Oriskany-vígvöllurinn er 9½ km austan borgarinnar.

Saratoga-sögugarðurinn.  Þar voru háðar tvær mikilvægar orrustur í sjálfstæðisstríðunu árið 1777.

Saratoga Springs er kunnur heilsubótarbær (veðreiðar; safn).

Tarrytown er fallegur svefnbær norðan New Yorkborgar þar sem rithöfundurinn Washington Irving bjó á árunum 1835-59.  Hann hvílir í Sleepy Hollow kirkjugarðinum ásamt William Rockefelleer og Andrew Carnegie).  Skjalasafn Rockefellers.

Ticonderoga er lítill ferðamannastaður. Ticonderogavirkið frá 1755 var endurbyggt (safn) og þar er líka Mount Hopevirkið.

*Watkins Glen er fagurt gljúfur við suðurenda Senecavatns.  Kappakstursbraut, sem er kunn fyrir Grand Prix og fleiri keppnir, er 6½ km sunnan þess.

Woodstock er lítið þorp með listamannanýlendu við Catskillfjöll.  Árið 1969 var haldin geysifjölmenn og eftirminnanleg rokk- og listahátíð í Bethel, 80 km suðvestar, sem var kennd við Woodstock.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM