Washington DC Bandaríkin,
Flag of United States

Skoðunarvert   Sagan

WASHINGTON DC
.

.

Utanríkisrnt.

 

Washington er í District of Columbia með 630.000 íbúa.  Flatarmál DC er 158 km² og borgin er í 125 m hæð yfir sjó.  Washington er höfuðborg BNA.  Hún er á bakka Potomac-árinnar, sem er skipgeng til borgarinnar, 165 km frá ósum við Chesapeakeflóa.  Úthverfi borgarinnar eru í fylkjunum Maryland og Virginia.  Heildarfjöldi Stór-Washington er u.þ.b. 3,1 milljón (55-75% negrar).  Íbúar Columbíu héraðs fengu fyrst rétt til að kjósa forseta árið 1964 og til þings árið 1970.  Borgarstjóri og borgarfulltrúar (13) hafa verið kosnir beint frá 1974.  Borgarstjóri var fyrst kosinn árið 1964. Sem setur ríkisstjórnar landsins er Washington vinnustaður 350.000 manns, sem búa að mestu í úthverfunum.  auk þess hafa u.þ.b. 350 stofnanir aðsetur í borginni, s.s. Rauði krossinn og mörg stéttarfélög. Iðnaður er lítill í borginni en mikið er um vísindalegar rannsóknarstofnanir og rannsóknar-stofur, sem tengjast hernaði, geimferðum, elektróník o.þ.h., þannig að hlutfallslega býr hvergi fleira menntafólk en í Washington.

Auk þess fjár, sem ríkið leggur til rannsókna, hefur ferðaþjónustan orðið veigamikill þáttur í tekjuöflun.  Rúmlega 10 milljónir ferðamanna koma til borgarinnar á hverju ári.  Bandaríkjamenn sjálfir eru þar tíðir gestir til að sjá og kynnast með eigin augum því, sem þeir hafa lært í skóla.  Auk þjónustustofnana ríkisins og mennta- og rannsóknarstofnana (5 háskólar) eru þar menningarstofnanir eins og þjóðminjasafnið, JFK-miðstöðin o.fl.  Vor og haust eru beztu árstíðirnar til að skoða Washington.  Sumrin eru oftast heit (júlí 25°C; mest 41°C) og vetur tiltölulega kaldir (1,5°C; kaldast 26°C).  Meðalársúrkoman er 1.033 mm.

Columbia

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM