Míkrónesía meira,

YAP-EYJAR
KOSRAE-RÍKI
KARÓLÍNUEYJAR
CHUUK-EYJAR
POHNPEI-EYJA

KARÓLÍNU- og MARSHALLEYJAR

MÍKRÓNESÍA
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bandaríki Míkrónesíu er sjálfstćtt ríki aragrúa eyja í Vestur-Kyrrahafi.  Ríki ţess eđa fylki eru Kosrae, Pohnpei (Ponape; höfuđb. Kulunia), Chuuk (fyrrum Truk) og Yap.  Ríkjasambandiđ nćr til 607 eyja, sem teygjast 2900 km yfir Karólíunueyjar og er 701 km˛ ađ flatarmáli.  Íbúafjöldinn áriđ 1996 var rúmlega 125 ţúsund (178 manns á hvern km˛).

Efnahagslífiđ byggist ađallega á sjálfsţurftarbúskap og fiskveiđum.  Fátt er um vermćt efni í jörđu, nema hágćđa fosfat.  Möguleikar á sviđ ferđaţjónustu eru miklir eftir byggingu tveggja flugvalla áriđ 1991 og stöđugrar uppbyggingar síđan.  Fjárstuđningur frá BNA er ađaltekjulindin.  Áriđ 1994 nam verg ţjóđarframleiđsla landsmanna US$ 202 miljónir (1.890.- á mann).  Gjaldmiđillinn er Bandaríkjadalur.

Sagan.  Íbúar Míkrónesíu komu fyrst til eyjanna fyrir u.ţ.b. 3000 árum.  Spánverjar komust fyrstir Evrópumanna í tćri viđ eyjarnar um miđja 16. öld en gerđu ekkert til ađ leggja ţćr undir sig fyrr en eftir 1874.  Ţá komu Ţjóđverjar til skjalanna og keyptu eyjarnar af Spánverjum.  Áriđ 1920 fól Ţjóđabandalagiđ Japönum stjórn eyjanna og áriđ 1947 fólu Sameinuđu ţjóđirnar BNA yfirráđin.  Stjórnarskrá ríkisins var samţykkt áriđ 1979.  Hún gerir ráđ fyrir kjörnu ţingi og landstjóra í hverju fylki.  Kolonia á Pohnpei er höfuđborg ríkjasambandsins og Moen-eyja í Chuuk-eyjaklasanum hefur flesta íbúa.  Áriđ 1986 gekk í gildi samningur viđ BNA um umsjón međ utanríkis- og hermálum.  Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna hćtti afskiptum af eyjunum áriđ 1990 og ţćr urđu ađili ađ samtökunum 1991.

Íbúarnir.  Innfćddir íbúar Bandaríkja Míkrónesíu eru víđa ađ og af ólíkum menningar- og tungumálauppruna.  Íbúar Yap-eyjar hefur melanesískt yfirbragđ og tala fjarskylt tungumál annarra í landinu.  Íbúar kóralhringeyjanna í Yap-fylki tala líka tungu og eiga svipađa menningu og fólkiđ á Chuuk-eyjum, ţótt hvorugir skilji tungur hinna fyllilega.  Íbúar Chuuk- og Pohnpei-eyja tala margar mállýzkur og íbúar Kapingamarangi og Nukuoro, tveggja kórarhringeyja í suđvesturhluta Pohnpei-fylkis, eru Pólýnesar og tala tungu, sem er óskyld máli Pohnpei-búa.  Eina eyjan međ eigin tungu er Kosrae.  Alls eru greinileg og svćđisbundin tungumál átta talsins og mállýzkur úteyjanna auka verulega á fjölbreytnina.

Í kringum helmingur íbúa Míkrónesíu býr á Chuuk-eyjum og u.ţ.b. 30% á Pohnpei, og á Yap-eyju 10% og Kosrae-eyju 7%.  Á síđustu árum 20. aldar hófst talsverđir fólksflutningar til ţéttbýla eyjanna vegna atvinnu- og menntunarmöguleika, ţannig ađ um aldamótin bjó fjórđungur landsmanna í fjórum ađalborgunum, höfuđborgum fylkjanna.  Fćđingatíđni er enn ţá há og dregiđ hefur verulega úr dánartíđni.  Nćstum allir íbúarnir eru kristnir.  Enska er helzta tungan, sem er notuđ í viđskiptum og stjórnsýslu.

Stjórnsýsla og félagsmál.  Samkvćmt stjórnarskránni frá 1979 er landiđ ţingbundiđ forsetalýđveldi og ţingiđ starfar í einni deild.  Ţar situr einn ţingmađur frá hverju fylki eđa ríki fjögur ár í senn og ţingmenn úr einmenningskjördćmum (kosnir til fjögurra ára í senn) auk einn frá hverri eyjanna Yap og Kosrae, ţriggja frá pohnpei og fimm frá Chuuk.  Hvert hinna fjögurra ríkja hefur landstjóra, sem er kosinn í almennum kosningum og einnar deildar löggjafarţing.  Engir stjórnmálaflokkar eru starfandi.  Dómskerfiđ byggist á hćstarétti, fylkisdómstólum og hérađsdómstólum.  Almenn lög gilda fyrir fylkin, ef ţau stangast ekki á viđ alríkislög.

Barnaskólar eru starfrćktir á byggđum eyjum og í hverju fylki eru gagnfrćđaskóli.  Háskóli Míkrónesíu er í Pohnpei og útibú í öđrum fylkjum.  Nokkrir bandarískir háskólar bjóđast ţeim, sem sćkjast eftir menntun, sem er ekki í bođi heima.  Sjúkrahús eru í hverri fylkishöfuđborg og heilsugćzlustöđvar eru á öllum ađaleyjum.  Galdralćknar eru enn ţá starfandi međal íbúanna.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM