Gvatemala,
Flag of Guatemala

GVATEMALABORG . . Meira

GVATEMALA

Map of Guatemala

Gvatemala heitir opinberlega Lýðveldið Gvatemala í Mið-Ameríku.  Landamæri þess liggja að Mexíkó í vestri og norðri, Belize í norðaustri, Hondúras í austri og El Salvador í suðaustri.  Suðurströnd þess liggur að Kyrrahafi og stúfur lands liggur að Karíbahafi.  Heildarflatarmálið er 108.889 km².  Höfuðborgin og stærsta þéttbýlið er Gvatemalaborg.  Indíánamenning íbúanna í miðhluta landsins aðgreinir það frá nágrannaríkjunum.  Landið hefur löngum verið stjórnmálalega óstöðugt og er þekkt fyrir margar blóðugar stjórnabyltingar hersins.

Landslag og lega.  Fjórir megindrættir í svipmóti landsins eru einkennandi.  Syðst, meðfram Kyrrahafinu, er eldfjallaland á 290 km löngu belti milli Mexíkó og El Salvador.  Peténhérað er nokkuð ferhyrningslagað og teygist til norðurs, inn á Yukatanskagann, þar sem eru þykkt kalksteinslög eins og í Yukatanhluta Mexíkós.  Á milli þessa héraðs og eldfjallalandsins eru fjöll og dalir Mið-Ameríkufjallgarðsins.  Þessi fjallgarður liggur til austurs frá Mexíkó til Hondúras í 347 km löngum og aflíðandi boga yfir landið og hverfur loks í Karíbahafið.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM