Jerúsalem Ísrael,
Flag of Israel

Saga Jerúsalem Skoðunarvert . .

JERÚSALEM (Jeruschalajim)
ÍSRAEL - PALESTÍNA
.

.

Utanríkisrnt.

Jerúsalem, höfuðborg Ísraels, er í 606-826 m hæð yfir sjó.  Nafn hennar þýðir „Bústaður friðarins” og á arabísku heitir hún El-Quds (Hin heilaga).  Hún er setur patríarka rétttrúnaðarkirkjunnar, armenísku kirkjunnar og erkibiskups rómversk-katólsku kirkjunnar.  Gyðingar, kristnir og múslimar líta á borgina sem helgustu borg trúarbragðanna.  Þar voru hof Davíðs og Salómons, þar tók Kristur út sínar mestu þjáningar og þar steig Múhammeð til himna.  Þarna er skurðarpunktur hinna þriggja eingyðistrúarbragða heimsins og þangað liggur stöðugur straumur pílagríma og ferðamanna.

Jerúsalem er á þurri kalksléttu í austurhlíðum hásléttu Júdeu ofan Kidrondal í austri og Hinnomdal í suðri.  Dalverpi skerast inn í Austurhæðina (744m), gömlu Hofhæðina og Vesturhæðina (777m). Norðvesturhlutinn rís hæst.  Gamli borgarhlutinn er umgirtur 12 m háum og 4 km löngum turnamúr, sem Suleyman soldán lagði síðustu hönd á árið 1542.  Aðalgöturnar tvær, Davíðsgata (austast Keðjugata) frá Jaffahliðinu í norðri og Suq Khan ez-Zeitgatan frá Damaskushliðinu í suðri skerast í miðri gömlu borginni og skipta henni í fjögur hverfi:  Kristna hverfið í norðvestri, Armeníska hverfið í suðvestri, Múslimahverfið í norðaustri og Gyðingahverfið í suðaustri.  Sundin eru bugðótt og víða með þökum.  Nýi borgarhlutinn, sem er vestar, er nútímalegur og stjórnsýslusetur borgarinnar.  Borgin stækkar stöðugt, aðallega til norðurs.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM