Róm Ítalía,
Flag of Italy

Skođunarvert Saga Matargerđ .

RÓM
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Róm er í 11-139 m hćđ yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.ţ.b. 3 milljónir.  Borgin eilífa er höfuđborg landsins, hérađsins Róm og sýslunnar Latium ásamt ţví ađ vera stćrsta borg landsins.  Vatíkaniđ í Róm er setur páfa og hirđar hans.  Róm er á svipađri breiddargráđu og Chicago og Istambúl, 20 km frá Tyrreníska hafinu í hćđóttu Campagna di Roma og viđ ána Tiber, hina ţriđju stćrstu á Ítalíu.  Ţvermál Rómar er u.ţ.b. 9 km en heildarflatarmál 1500 km˛.

Á vinstri bakka Tiber (25 brýr) eru hćđirnar sjö, Capitolinus (50m), Quirilanis (52m), Viminalis (56m), Exquilinus (50m) Palatinus (51m), Adventinus (46m) og Caelius (50m), sem gamla Róm stóđ á og hafa stađiđ óbyggđar öldum saman ţar til nýlega.  Milli hćđanna og Tiber er sléttlendiđ Campus Martius, sem tók viđ ţenslu borgarinnar til skamms tíma.  Pincio (50m), norđan Quirinal og hćđirnar á hćgri árbakkanum, Vaticanus (60m) og Ianiculum (84m), voru um langt skeiđ ekki hluti Rómar, ţótt ţéttbýlt hafi veriđ ţar frá dögum ágústusar (hét Trans Tiberin).  Róm keisaranna er umgirt Árelíusarmúrnum og gamli hluti Rómar ţarfnast mjög lagfćringar.


Söguleg ţýđing Rómar
Ţegar í fornöld var borgin eilífa (Roma Aeterna) um 1500 ára skeiđ miđpunktur Evrópu og brennipunktur sögulegra atburđa.  Hún var fyrsta heimsborgin í nútímaskilningi, miđpunktur milli Skotlands og Sahara, Gíbraltar og Persaflóa og síđar miđstöđ katólsku heimskirkjunnar.  Á blómaskeiđi rómverska keisaraveldisins, á fyrri hluta 2. aldar, var íbúafjöldi borgarinnar rúmlega ein milljón.  Ţar blandađist menning fornţjóđanna og hélt á vit ókominna alda.  Ţar varđ öflugasta trúarsamfélag heims til (rómversk-katólska kirkjan).  Ţar stofnađi Innocentius II veldi kirkjuríkisins um 1200, sem stóđ til 1870 og var breytt í Vatíkaniđ áriđ 1929.  Nafniđ Róm var orđiđ ađ hugtaki, sem tíminn upphóf aftur og aftur og átti ţátt í og mótađi sögu Evrópu, einkum Ţýzkalands.  Róm nútímans er afleiđing fortíđarinnar.  Hún verđur mest hrífandi, ef hún er skođuđ í ljósi heimssögunnar, sem ţar gerjađist.

Eftir róstur fólksflutningatímans og margvísleg önnur örlög síđar, voru íbúar Rómar u.ţ.b. 20.000 á 14.öld og 5.500 á 16.öld.  Áriđ 1832 voru ţeir 148.000, 1870 viđ lok yfirráđa páfastóls 221.000 og áriđ 1921 660.000.  Eftir fyrri heimstyrjöldina og ţó einkum eftir hina síđari hófst hin öra ţróun, sem fjölgađi íbúunum í rúmlega ţrjár milljónir.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM