St John's Nýfundnaland Kanada,
Flag of Canada


St. JOHN’S
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

St. John’s er höfuðborg Nýfundnalands í Kanada á Avalonskaga í suðvesturhluta eyjarinnar.  Hún er jafnframt stærsta borg fylkisins og þar er mikilvæg fraktskipahöfn, sem er tengd Atlantshafinu með skurði (Narrows).  Borgin er líka miðstöð viðskipta og iðnaðar, s.s. vefnaðarvara, matvæla, tækja til fiskveiða, húsgagna og vélbúnaðar.  Þegar Nýfundnaland varð fylki í Kanada 1949, komu margar ódýrari vörur frá öðrum hlutum Kanada, sem olli gjaldþroti og hruni iðnaðarins í borginni og miklu áfalli fyrir viðskiptalífið. Lokið var við lagningu þjóðvegar með slitlagi þvert yfir Nýfundnaland 1965.  Hann gerði flutninga fram hjá St. John’s mögulega, sem dró enn úr umsvifum borgarinnar.  Í kringum 1990 hrundi þorskstofninn á Miklabanka og jók raunir borgarbúa (sjá bókina „Ævisaga þorsksins” í þýðingu Ólafs Hannibalssonar).  Síðan þessar hörmungar riðu yfir, hefur ríkisstjórn Kanada orðið að styrkja borgina fjárhagslega og með tilraunum til uppbyggingar nýrra atvinnuvega.

Minningarháskóli Nýfundnalands (1925) á setur í borginni.  Þar er og þinghúsið (Confederation Building; 1959), Signal Hill þjóðarminnismerkið með Cabotturninum (1896), þar sem Marconi tók á móti fyrsta skeytinu yfir Atlantshafið 1901, þjóðminjasafnið og Lista- og menningarmiðstöðin (áheyrendasalir, sjóminjasafn og listasafn).  Kappsiglingar hafa verið árlegur viðburður síðan 1826.

Talið er, að landkönnuðurinn John Cabot hafið komið fyrstur manna til Nýfundnalands 1497 en ekki kom til fastrar búsetu á St. John’s-svæðinu fyrr en 1528.  Sir Humphrey Gilbert helgaði byggðina Englandi og þar var brezk sjóherstöð í sjálfstæðisstríði BNA og stríðinu við Frakka 1812-15.  Nýlendustjórnin réði bænum til 1888, þegar hann fékk borgarréttindi.  Það varð að endurbyggja lungann úr bænum eftir mikla eldsvoða á 19. öld, þannig að þar ægir saman ýmsum byggingarstílum.  Borgin stækkaði talsvert í síðari heimsstyrjöldinni, því að bandamenn komu þar upp herstöð.  Snemma á áttunda áratugnum var mikilli endurbyggingaráætlun hrundið í framkvæmd.  Íbúafjöldinn 1986 var 96.216 og 95.770 árið 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM