Nýfundnaland Kanada,
Flag of Canada

AVALONSKAGI

GRAND BANKS

CHURCHILLÁIN

LABRADOR

ST PIERRE og MIGUELON

GANDER CORNER BROOK St. JOHN’S PLACENTIA

NÝFUNDNALAND
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nýfundnaland nær yfir samnefnda eyju og Labrador á meginlandinu.  Þetta er yngsta fylkið í sögu landsins (1949).  Landkönnuðir á 15. öld skýrðu eyjuna.  Heildarflatarmál fylkisins er 405.722 km², þar af er eyjan 112.790 km²  og Labrador 292.722 km².  Eyjan liggur þvert fyrir St. Lawrenceflóa. Milli hennar og Labrador er mjótt Belle Islesundið og Cabotsund er milli hennar og Nova Scotia.  Vestan og sunnan Labrador er Quebecfylki. Nýfundnaland er austasti hluti Norður-Ameríku og lega þess er hernaðalega og samgöngulega mikilvæg.

St. John’s, höfuðborgin, er nær Írlandsströndum en Winnipeg.  Fiskimið, t.d. Mikilbanki, léku líka stórt hlutverk í efnahag íbúanna á 16.000 kílómetra langri, lábarinni og vogskorinni strönd eyjarinnar.  Fiskveiðar á þessum slóðum hafa mótað sögu og einkenni lands og fólks um aldir.  Íbúar Nýfundnalands eru ekki einir um að hafa orðið fyrir áhrifum af þessum veiðum, heldur næstum öll Vestur-Evrópa og BNA að hluta eins og má lesa um í bókinni „Ævisaga þorsksins” eftir Mark Kurlanski (1997), sem Ólafur Hannibalsson þýddi 1998 og allir ættu að lesa.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM