Karíbahaf Grenada,
Flag of Grenada

Meira

GRENADA

Map of Grenada
.

.

Utanríkisrnt.

Grenada og Grenadineyjar eru hluti af Litlu-Antilleyjum og þar er þingbundin konungsstjórn í brezka samveldinu.  Flatarmál eyjarinnar er 345 km² og íbúafjöldi 115.000.  Höfuðstaður er St. George's og tungumál eru enska og patois. Beinar flugsamgöngur við Miami, New York, Caracas (Venesúela), Barbados, St. Lucia, Martinique, Antigua, Trinidad og Carriacou.  Leiguflug til nágrannaeyja.  Skemmtiferðaskip hafa tíðar viðkomur, einkum á veturna.

Grenada, heimsþekkt sem kryddeyjan, er ein Áveðurseyjanna.  Eldvirknin gerir hana að einni fegurstu og eftirsóttustu ferðamannaeyja Vestur-Indía.  Bretar og Frakkar börðust lengi um yfirráð eyjanna en þær fengu sjálfstæði árið 1974.  Höfuðborgin St. George's stendur við fallega og náttúrulega höfn.

Staðsetningin er á 61° 35' V og á milli 12° og 12°15' N á hinum eldvirka innir boga Litlu-Antilleyja.  Gígvötnin Antione og Grand Etang og gamla eldfjallið Mt. St. Catherine, sem er hæsti staður eyjarinnar (840m), bera eldvirkninni órækt vitni.  Fjalllendið er allt hulið grózkumiklum regnskógi.  Það lækkar til suðurs og þangað falla í fögrum fossum ár og lækir um samhliða dali, sem sumir eru að hluta til sokknir í sjó.  Þar hafa myndast fallegar víkur með náttúrulegum höfnum og litlum baðströndum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM