Karíbahaf Peter Island Péturseyja,
Flag of Virgin Islands

Meira

PETER ISLAND
PÉTURSEYJA - JÓMFRÚAREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Petereyja er ein Brezku- Jómfrúareyjanna í Karíba-hafi.  Kristófer Kólumbus fann Jómfrúareyjar í annarri sjóferðinni á þessar slóðir 1493.  Hann sigldi um Sir Francis Drake-sund og nefndi þessar heillandi og ósnortnu eyjakeðju eftir 11 þúsund fylgjendum heilagrar Úrsúlu, sem kusu dauðann á fjórðu öld í Köln fremur en að gefast upp fyrir rænandi og ruplandi húnum.  Eftir að Spánverjar slógu eign sinni á eyjarnar urðu skip þeirra fyrir sífjölgandi árásum sjóræningja, þegar þau voru á heimleið, hlaðin auðæfum frá nýja heiminum.  Hæðóttar Jómfrúareyjarnar með óteljandi fjörðum og víkum voru upplagðir felustaðir fyrir sjóræningja eins og Henry Morgan, Sir John Hawkins og Sir Francis Drake, sem varð nafngjafi sundsins milli Petereyju og Tortola.

Sjóræninginn Svartskeggur skildi 15 uppreisnarseggi eftir á Dauðrakistueyju í Dauðramannavík á Petereyju og lét þeim eftir eitt sverð og tunnu af rommi („Yo, ho, ho and a bottle of rum”).  Víkin var nefnd eftir hinum óheppnu sálum, sem rak þar á land.  Normaneyja, sem er í grenndinni, er álitin vera Fjársjóðseyja Robert Louis Stevensons og enn þá er leitað þar að földum fjársjóðum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM