Liechtenstein,
Lichtenstein Flag

VADUZ SAGAN . Meira

LIECHTENSTEIN FURSTADÆMIÐ


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Liechtenstein er í 460 m hæð yfir sjó og íbúafjöldinn er u.þ.b.  25.000.  Lichtenstein er sjálfstætt ríki í Ölpunum milli Sviss og Austurríkis.  Þar er stundaður landbúnaður á Rínarsléttunni og uppi í fjöllum eru beitilönd.  Höfuðborgin er Vaduz.  Greifadæmið Vaduz var stofnað 1342 og það komst undir yfirráð Hans Adam fursta árið 1712. Varnarbandalag við Austurríki 1852-1918.  Eftir það tengdist Lichtenstein Sviss með viðskiptasamningi (sami gjaldmiðill, sameiginlegur tollur og póstþjónusta en eigin frímerki.  Landið varð vinsælt fyrir aðalstöðvar ýmissa fyrirtækja vegna hagstæðra skattaskilyrða.  Lichtenstein er eitthvert tækni- og iðnvæddasta ríkí heims og meðaltekjur með þeim allra hæstu.  Þjóðartungan er þýzka, eða öllu heldur þýzk mállýzka.  Furstinn og stjórn landsins hafa aðsetur í Vaduz.  Borgin er í 460 m.y.s. og íbúafjöldinn u.þ.b. 5.000.  Hún stendur skammt frá hægri bakka Rínar við rætur Rätikon.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM