Norðurlönd,

 
Alan Islands flag Aland

Finland Flag

[Flag of Denmark]

Flag of Greenland

Lönd jarðar í stafrófsröð Nýlendur og verndarsvæði   Meira

NORÐURLÖND
.

.

Utanríkisrnt.

Flag of Iceland

Flag of Norway

Sweden: Flag

[Flag of Swedish Lapland]

Norðurlöndin á meginlandi Evrópu eru:  Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland.  Ísland er eina sjálfstæða ríkið í viðbót en Grænland (D), Færeyjar (D), Álandseyjar (F) og Lappland (F,S) teljast líka til Norðurlanda, þótt Grænland sé hluti af meginlandi Norður-Ameríku.  Danmörk, Noregur og Svíþjóð eru konungsríki með þingbundinni stjórn en Ísland og Finnland eru forsetalýðveldi.  Stærstu eyjar Noregs í norðurhöfum eru Jan Mayen og Svalbarði en Norðmenn eiga líka ítök á Suður-Heimsskautinu.  Öll þessi lönd eru aðilar að Sameinuðuþjóðunum og eiga fulltrúa í Norðurlandaráði. Danir, Norðmenn og Svíar eru í Evrópuráðinu.  Danir, Svíar og Finnar eru í Evrópusambandinu (ESB).

Norðurlönd eru ekki eins fjölsótt ferðamannalönd og suðlægari lönd álfunnar en ferðamönnum fjölgar ár frá ári.  Það er einkum náttúra, saga, menning og lífshættir þessara landa, sem eru aðlaðandi.  Hvergi annars staðar í heiminum hefur tekizt að samræma velferðarþjóðfélög í harðnandi samkeppni og hraðri tækniþróun í líkingu við það, sem gerist á Norðurlöndum.  Þau hafa að mestu leyti haldið því bezta í félagslegu tilliti og staðið sig í samkeppnininni, þótt margar yfirlýsingar hafi komið um stirðbusaleg kerfi þeirra.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM